NEYÐARFUNDUR Í FRAMSÓKN
Runki frá Snotru. Lesa meira
... þegar fréttamaður telur sig geta sannað að forsætisráðherra
hafi sagt ósatt þá hljóti það að vera mál sem fréttastjóri þurfi að
skoða sérstaklega áður en hann les aðfararorðin örlítið rjóður í
kinn. Hafi Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, lesið og kynnt
sér gögnin átti formaður fagfélagsins ekki að segja starfi sínu
lausu ...
Stefán
Langt og farsælt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
í ríkisstjórn hefur borið ríkulega ávexti. Af mörgu er að taka en
ég vil að þessu sinni vekja athygli á róttækri tilraunastarfsemi
stjórnarinnar í málefnum þeirra sem þurft hafa á virkilegu
stuðningsátaki að halda í lífsins þrengingum...Órækur vitnisburður
hér um er að einmitt nú í þorrabyrjun flytur pressan okkur þau
lygilegu en jafnframt ósegjanlega gleðilegu tíðindi að ...
Björgólfur nokkur Thor Björgólfsson ...verði að líkindum fyrsti
Íslendingurinn til að komast á lista Forbes yfir ríkasta fólk í
heimi...
Jón frá Bisnesi
Mikið er ég sammála Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingiskonu í
útvarpsfréttum í gær að þörf sé á vandaðri vinnubrögðum í
Samfylkingunni. Hins vegar þykir mér hún vera djörf að fullyrða að
slíkt yrði tryggt með Ingibjörgu Sólrúnu við stýrið í stað Össurar.
Horfir hún kannski til Framtíðarnefndarinnar og vinnubragðanna þar?
Skyldi það vera fyrirmyndin? Það er ekki langt síðan að sú nefnd
sendi frá sér ...
Anna
. Undan því kemst Davíð Oddsson ekki. Þvaðrið um að hvergi
nokkurs staðar í heiminum sé neitt sagt í þessa átt (eins og
gagnrýni VG) af einum né neinum (rétt eins og tal Björns
Bjarnasonar um að allir í Evrópu nema VG vilji vera í NATO) er svo
eftir öðru ... en í Bandaríkjunum hefur það verið gagnrýnt af
mannúðarsamtökum og friðarhreyfingum að framlag höfðingjanna í
Hvíta húsinu til hjálparstarfsins jafngildi rúmlega 40 klukkustunda
stríðsrekstri í Írak miðað við það sem hann hefur kostað undanfarin
tæp tvö ár ...
Haffi
Þótt oft sé lífið þrungið heift og harmi
og hörmungarnar kvelji marga sál
þá býr í hverjum manni virkur varmi
og von sem getur tendrað mikið bál
því þegar hjörtun fyllast eymd og ótta
og angist rekur sálirnar á flótta
þá er rétt að okkar besti bjarmi
bæti öll hin mestu vandamál.
Kristján Hreinsson, skáld
Það var frábær hugmynd hjá Björgólfi Guðmundssyni að láta bjóða
upp fötin sem hann klæddist þegar hann undirritaði "kaupin" á
Landsbankanum og gefa andvirðið í söfnun til bágstaddra. Enn
sniðugra var hjá Jóhannesi í Bónus að kaupa gallann á tíu
milljónir. Það eina sem vantaði upp á, var að Valgerður iðnaðar- og
bankamálaráðherra gæfi kjólinn sem hún var í þegar hún afhenti
Björgólfi bankann. Það hefði farið vel á því að Landsvirkjun hefði
keypt. Friðrik Sophusson hefði þó sennilega...
Sunna Sara
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...
Lesa meiraþessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...
Lesa meiraEkki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...
Lesa meiraÞann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...
Lesa meiraUppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...
Lesa meira... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...
Lesa meira