AÐ HRUNI KOMINN 2005
...Mér finnst margt af því sem þú tekur til umræðu hér á síðunni
athyglisvert en mér finnst þó áberandi að umfjöllun um umhverfismál
er allt of lítil. Nú ert þú þingflokksformaður flokks sem kennir
sig við græna litinn sem þýðir að umfjöllun þarf að hafa meira vægi
hjá öllum þingmönnum flokksins ekki bara Kolbrúnu og Þuríði. Þið
hjá vinstri grænum þurfið að vera mun meira vakandi gagnvart ýmsu
sem lítur að umhverfismálum og leggja meiri áherslu á þennan
málaflokk annars er tómt mál að tala um grænan flokk...
Jakob
Lesa meira
Að öllu jöfnu hef ég engan áhuga á að fylgjast með lífi
Valgerðar Sverrisdóttur. En hún er nú einu sinni iðnaðarráðherra og
kemur fram fyrir hönd okkar allra sem slík. Þess vegna er það í
sjálfu sér þakkarvert að hún skuli veita okkur innsýn í líf sitt í
dagbók sem hún birtir á heimasíðu sinni... Hitt þykir mér
vafasamara með hvaða hætti samskiptin eru við álrisana. Þar eru
"framtíðaráformin" rædd yfir kvöldverði í boði álrisanna í
Perlunni! Eftirfarandi er að finna í dagbók iðnaðarráðherra:
"Rannveig Rist og Wolfgang Stiller fulltrúi Alcan buðu mér
ásamt ráðuneytisstjóra mínum til kvöldverðarfundar í Perluna.
Við ræddum framtíðaráform Alcan og ýmislegt fleira.
Skemmtileg kvöldstund." Hér er ekkert snakk á kontór
ráðherra eins og þegar minni mál hérlendra eru rædd. Þetta
var...
Haffi
Lesa meira
...Mér blöskrar alveg hvernig hægt er að þvæla fram og aftur um
hlutina í stjórnmálaumræðunni hér heima án þess að staldra við og
spyrja grundvallarspurninganna. Fyrsta spurningin er auðvitað
þessi. Er það sem hér er kallað miðja eiginleg "miðja", sem sagt
"hlutlaus" afstaða eða mitt á milli meginstrauma hægri og
vinstri stefnu? Framsóknarflokkurinn segist sjálfur vera
miðjuflokkur og þar með er það bara tekið gott og gilt. En er hann
það? Manst þú eftir nokkrum sköpuðum hlut sem sá flokkur hefur gert
undanfarin ár sem ekki er meira og minna "hægra" megin við miðju
stjórnmálanna eins og þau eru venjulega skilgreint. Samfylkingin
undir forustu Ingibjargar Sólrúnar segist nú ætla að
slást um miðjufylgið, sem er auðvitað fyndið í sögulegu ljósi
því í Samfylkingunni áttu "vinstri" menn að sameinast ekki satt?
Það má kannski fara að auglýsa svona eins og í gamla
daga "vinstri menn sameinist á miðjunni,
nefndin" Frjálslyndir telja sig... miðjuflokk, frjálslyndan
miðjuflokk sjálfsagt og svo er Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu
Geirs sagður vera meira inn á miðjunni. Það er auðvitað undarlegt
ástand í einu landi ef allir flokkar nema einn...
S. Pálsson
Lesa meira
Ég sá í sjónvarpinu nokkra menn, þétta á velli, ganga inn
kirkjugólf í Grafarvogi. Þar sem þeir röltu inn í helgidóminn
drúptu þeir höfði eins og í lotningu, eða var þetta teikn að ofan,
merki um hversu mjög mennirnir voru bugaðir, eða kannski auðmjúkir.
Eða upplifðu þeir sig eins Jesú Krist í allt öðrum göngutúr.
Þyrnikórónan var geislabaugur, eins og á sunnudagskólamyndum
hvítasunnumanna, og álútir voru þeir, kannski vegna alls
hagnaðarins sem þeir í skjóli fákeppni, einkavæðingar og
skattalaga, sem breytt var í þeirra þágu á Alþingi, beygir þann sem
ætti að brotna. Voru þeir kannski að leika Krist þessir menn í
kompaníi við kirkjuna sem kennir sig við gröf? Kannski voru þeir að
reyna að toppa symfóníuna, forsetann og KB banka sem buðu upp á
einkasamkvæmi með söngvara. Manni er nú farið að detta í hug hvort
gerist á undan að forsetinn fær sér nýja þjóð eða þjóðin nýjan
forseta. Víst er að hann er að...
Ólína
Lesa meira
Það sló út hjá ykkur rafmagninu í þinginu í vikunni. Hvernig
væri að spyrja Valgerði, iðnaðarráðherra um úttekt á rafkerfi
Alþingishússins, hvort ekki sé munur að hafa nú "eðlilegt"
rafmagnseftirlit í landinu, eftir að það var markaðasvætt.
Staðreyndin er sú að rafmagnseftirlit í landinu hefur verið í
lamasessi eftir að Framsóknarflokkurinn fór um það
einkavæðingarhöndum og kemur vel á vondan að Alþingi skuli með
þessum hætti vera minnt á nauðsyn þess að búa við gott
rafmagnseftirlit.
Fyrrverandi starfsmaður rafmagnseftirlitsins.
Lesa meira
Þar kom að því að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, léti
stjórnarndstöðuna fá það óþvegið. Á óvægin hátt og algerlega
umbúðalaust lét hún höggið ríða í fréttum í
kvöld: "Stjórnarandstaðan er á móti stóriðjustefnunni"
. Valgerður sagði ennfremur að andstaðan við fumvarp,
sem hún hefur árangurslaust reynt að koma í gegnum þingið, og
gengur út á að veita henni heimild til að úthluta
rannsóknar- og nýtingarheimildum til orkufyrirtækja, sem vilja
virkja til stóriðjunota, ef ég skil þetta rétt, sýndi
svo ekki yrði um villst að...
Haffi
Lesa meira
...Ég vildi vekja athylgi þína á leiðara í Morgunblaðinu 28.
nóv. þar sem verið var að prófa nýja söguskoðun, sem
gengur út á að réttlæta innrásina í Írak. Ég býst við að hér sé á
ferðinni séríslensk réttlæting. Enda er Íslendingum, sem
baráttuglöðum þátttakendum í uppbyggingarstarfi Bandaríkjastjórnar
í Írak, létt verk að útskýra. Vonandi að hugmynd Blaðsins eig eftir
að sigra heiminn. Gaman væri líka að vita skoðun fræðimanna, til
dæmis Magnúsar Bernharðs, á þessu merkilega fyrirbrigði, það er
hinni "áhugaverðu stöðu í Mið-Austurlöndum um þessar mundir" og
útleggingu Morgunblaðsins á henni. En hér er sem sagt...
HH
Lesa meira
...Hef miklar áhyggjur af útþynningu tungunnar, sem er
viðvarandi vandi. Er ekki hins vegar ráð að fara dusta af orðinu
"maður" og árétta að það á bæði við um konur og karla. Eða eru
karlar einungis þeir sem geta verið mannlegir og konur þá kvenlegar
þegar talað er um humanity! Þingkonur er svo sem í lagi, en
ambögurnar þingkarlar, sýslukonur, o.fl eru ekki fallegar né hafa
nokkurt gildi í jafnréttisbaráttunni. Stóru málin eins og
launaleynd, takmörkuð starfsréttindi trúnaðarmanna á vinnustöðum
við að ná fram upplýsingum um launakjör o.fl halda áfram að
verða...
Borgþór
Lesa meira
Þrátt fyrir bölv og ragn vegna Kárahnjúka fer frændi minn þangað
alltaf aftur - og aftur. Kemur svo þaðan enn verri en
fyrr. Síðast spurði hann mig. "Getur það verið eðlilegt að vinna
við það að snúa bor inní miðju fjalli í hálft ár án sýnilegs
árangurs?"
"Er eitthvað vit í að líma saman grjót?" Síðan spurði hann: "Er
eðlilegt að ég sé farinn að sakna Kolkrabbans og hafa samúð með
Hannesi Hólmsteini?"
Svo endar hann alltaf á þessu...
Runki frá Snotru
Lesa meira
Það er frábært að fá Guðmund Magnússon inn á þing sem varamann
þinn Ögmundur. Hann er góður málsvari okkar öryrkja einsog þú ert
reyndar einnig sjálfur. Ég er ekki VG fyllilega sammála í
Evrópumálum og er ekkert svona óskaplega uppsigað við
Kárahnjúkavirkjun og ykkur í VG. Í samfélgsmálum er ég hins
vegar...
Öryrki (sem mun kjósa VG )
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum