Fara í efni

Kínverskir þrælar?

Ef ég heyrði rétt þá er von á 200 Kínverjum til að vinna upp seinkun á framkvæmdum á Kárhnjúkaframkvæmdunum. Í þessum störfum voru að sögn Portúgalar.
Ég var svo lánsamur þegar stóriðjuævintýrinu 1968 lauk og atvinnuleysið skall yfir þá var nóg vinna í Evrópu og ég ungur rafvirki greip tækifærið og fór til Hamborgar í skipasmiðar.  Í minni minningu voru Portúgalar sérlegar harðir karlar, sem gjarnan unnu erfiðustu störfin.
Ástæða þessara pælinga  er að fréttinni fylgdi að Kínverjar þessir væru sérlega harðir og hefðu reynst vel í Gula gljúfri ef ég man rétt.aðallega
Er verið að ráða þræla?
Rúnar