Fara í efni

Telja menn Gunnar Smára þóknanlegan Davíð og félögum?

Ég hef fylgst með skrifunum hér á síðunni, þar með taldar tilvísanir í skrif Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu, um hræringar í Norðurljósum og að Sigurður G. Guðjónsson kunni að hafa verið rekinn til að milda Davíð Oddsson og ríkisstjórnina. Það er rétt að Sigurður gagnrýndi oft Davíð og ríkisstjórnina. En heldur þykir mér ótrúlegt að menn ráði Gunnar Smára Egilsson í stað hans í því skyni að kaupa frið við Davíð&Co.! Hvernig í ósköpunum geta menn komist að svona niðurstöðu? Hafa menn ekki hugleitt þann möguleika að eigendum hafi einfaldlega ekki þótt Sigurður G. Guðjónsson líklegur til að skila sínu sem bisnissmaður? Nú virðast menn vorkenna Sigurði ógurlega fyrir að hafa verið rekinn en ekki minnist ég þess að hann hafi verið mjög hvumpinn sjálfur þegar hann var að reka fólk.
Nebúkadnesar