Fara í efni

Ekki sáttur

Margtuggið var í fréttum í dag að stjórnarandstaðan hefði ekki miklar væntingar vegna fundar Davíðs við stríðshaukanna í Bandaríkjunum. Ég er stjórnarandstæðingur og hef miklar væntingar af þessum viðræðum. Ég vænti þess að herinn fari og að sjálfsögðu göngum við úr Nató, þar sem við eigum ekki að byggja afkomu okkar á stríðsgróða og hermangi. Hvað með þig Ögmundur?
Önnur frétt, stjórnarandstaðan ætlar ekki að tefja lög á kennara, sem sennilega hafa alltaf verið markmið launanefndar sveitarfélaga. Hvað með þig Ögmundur, formaður BSRB?
Rúnar

Heill og sæll Rúnar.
Ég held að við séum sammála. Ég hef sömu væntingar og þú varðandi herinn. Í fréttinni sem þú vitnar til, þar sem vísað var til stjórnarandstöðunnar, hafði ekki verið rætt við mig. Ég vil að Íslendingar gangi úr NATÓ og herinn burt. Þetta er alveg skýrt af minni hálfu.
Hvað kennara snertir styð ég þá í einu og öllu. Ég er andvígur lögum. Ef hins vegar ríkisstjórnin ætlar að setja lög og styðjast við meirihluta sinn á þingi tel ég engum greiða gerðan að framlengja þjáninguna eitthvað fram í næstu viku með málþófi. VG er á móti lögum og mun við umræður um lögþvingun ríkisstjórnarinnar gera rækliega grein fyrir afstöðu sinni.
Kveðja,
Ögmundur