Fara í efni

Athyglisverð námskeið um NATÓ og Öryggisráðið!

Hér á síðunni hefur þú oft vakið athygli á ýmsu uppbyggilegu sem er að gerast á róttækari væng stjórnmálanna, eða eigum við einfaldlega að segja, á þeim væng stjórnmálanna þar sem ekki ríkir doði og meðvitundarleysi.  Mig langar til að vekja athygli á námssmiðju um NATÓ, sem á að hefjast á miðvikudaginn n.k. kl. 17-19 og á að enda í lok janúar. Nemendur hittast á tveggja vikna fresti. Staður: Snarrót að Garðastræti 2. Gjald: Kr. 7000. Skilyrði: Góð ensk kunnátta og reynsla í heimildaöflun og vinnslu. Því miður vita fáir af þessari námssmiðju. Þess vegna þætti okkur sem að þessu stöndum vænt um að fá þetta bréf birt á síðunni. Ég hvet lesendur til að láta þessar upplýsingar ganga til fólks sem er líklegt til að hafa tök og vilja til að koma. Í framhaldinu verða námssmiðjur um SÞ og Öryggisráðið með sama sniði, en þær hefjast 17. nóv. n.k. kl. 17. Nánari upplýsingar um báðar námssmiðjurnar eru á vefsíðunni  http://snarrot.net/
N.N.