AÐ HRUNI KOMINN Október 2004

Um "öfluga " foringja

...Ég segi einsog Lóa lesandi að það fór um mig ónotahrollur þegar ég horfði á Ingibjörgu Sólrúnu þenja sig í Silfri Egils. Jú, hún komst ekki hjá því að gefa Össuri Skarphéðinssyni þá einkunn að hann væri góður foringi, sem mér finnst hann í vaxandi mæli vera. En, hún þurfti að tvítaka að Samfylkingin væri sterkur flokkur af því þar væru tveir öflugir foringjar, hún og Össur. Orðrétt sagði hún: "...öflugir leiðtogar einsog ég..." Össur er að verða...
E. Equus

Lesa meira

Ómálefnaleg gagnrýni á Ingibjörgu

...Nei, Ögmundur, ég held þú ættir að hætta meðalmennsku- og aumingjadýrkuninni og viðurkenna þá staðreynd að það eru fyrst og síðast öflugir einstaklingar, hinir fáu guðs útvöldu leiðtogar, sem skipta sköpum í framvindu samfélagsins. Það eru þeir sem toga framtakslausan almenninginn með sér áfram veginn – með góðu eða illu – og ætíð til betra lífs. Og á meðal þessara ofureinstaklinga er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Og af hverju í ósköpunum má hún ekki gangast við því?
Jón Jónsson krati, Ísafirði Lesa meira

'Eg er öflugur leiðtogi"

Í Silfri Egils í dag sat Ingibjörg Sólrún Gísladótir fyrir svörum á meðal annarra. Oft hef ég verið ánægð með ISG en sannast sagna sökk ég niður í sætið eftir því sem leið á viðtalið. Barátta vinstri manna hélt ég að gengi út að að lemja niður foringjadýrkun og oflátungshátt. Þegar Ingibjörg Sólrún sagði að Samfylkingin hefði sterka leiðtoga, Össur værui öflugur og hún sjálf aldeilis frábær, "ég er öflugur leiðtogi", þá var mér allri lokið. Ögmundur er ég ein um þetta viðhorf....?
Lóa

Lesa meira

Sammála Garra um þjóðsönginn

Hjartanlega er ég sammála Garra í lesendabréfi hér á síðunni um að láta fara fram "þjóðarblómsatkvæðagreiðslu" um þjóðsönginn. Atkvæðagreiðslan um þjóðarblómið er frábær hugmynd og skal ég glöð una hverjum þeim úrslitum sem meirihlutinn skilar okkur. Þetta er ágæt æfing í lýðræðinu. Mjög margir vilja breyta um þjóðsöng, finnst þjóðsöngurinn of trúarlegur. Þannig spyr Garri þig í lesendabréfinu Ögmundur: "Ert þú á þeirri skoðun að það ætti að skipta um þjóðsöng eða ekki? Samrýmist það trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar að hafa svona trúarlegan söng og er þetta ekki nokkuð langt frá sósíalískri jafnréttishugsun, þetta yfirstéttarkjaftæði úr honum Matthíasi gamla...
Sunna Sara 

Lesa meira

R-listinn og kjarabarátta kennara

...Mér finnst kominn tími til að R-listafólkið í borgarstjórn Reykjavíkur hysji nú rækilega upp um sig brækurnar. Væri þá vænlegt að hefja upphysjunarstarfið á því að bjóða kennurum möglunarlaust upp á mannsæmandi kjör. Ástandið eins og það er í dag er orðið óþolandi fyrir nemendur, aðstandendur þeirra, sem og auðvitað kennara. Og ábyrgðin á þeim skemmdarverkum sem nú er verið að vinna á skólastarfinu í landinu verður ekki með neinum sanngjörnum hætti skrifuð á aðra en sveitarstjórnarmenn. Þá staðreynd ættu R-listamenn að íhuga vandlega áður en ...
Þjóðólfur

Lesa meira

Þjóðarblómsatkvæðagreiðslu um þjóðsönginn!

Undirritaðan, Garra, hefur lengi langað til að vita afstöðu þina Ögmundur til íslenska þjóðsöngsins. Ert þú á þeirri skoðun að það ætti að skipta um þjóðsöng eða ekki? Samrýmist það trúfrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar að hafa svona trúarlegan söng og er þetta ekki nokkuð langt frá sósíalískri jafnréttishugsun, þetta yfirstéttarkjaftæði úr honum Matthíasi gamla svo ágætur sem hann var? Hvað með að hafa svona þjóðarblóms könnun um nýjan þjóðsöng og þá meina ég bæði ...
Garri

Lesa meira

Hvers vegna má Íslandsbanki ekki yfirborga - og hvað með Landakot?

Sæll Ögmundur og þakka svarið.
Það sem liggur í báðum spurningum mínum er þetta tvennt, hvernig tryggjum við börnunum lögbundinn rétt til kennslu eða menntunar og hvernig tryggjum við að efnahagslegar afleiðingar verkfallsins bitni ekki á foreldrum sem eru illa staddir peningalega, sem geta ekki fengið að vinna heima og sem neyðast til að greiða verulegar upphæðir fyrir gæslu barna á meðan þau fá ekki kennslu í skólunum. Sé verkfallið launadeila þá hlýt ég að gera ráð fyrir að verkfallið hafi þau áhrif að sveitarfélagið sjái sér hag í að...Leiði verkfallið til þess að foreldrar verða opnari fyrir skólagjöldum hvað væri þá athugavert við að til dæmis Íslandsbanki ræki sérstakan grunnskóla, yfirborgaði kennara með skólagjöldum foreldra og eigin framlagi til menntunar barna starfsmanna sinna...
Ólína

Lesa meira


Rétturinn til náms og alls ekki jafnrétti til náms

... Og hér spyr ég um áhrif ungu konunnar sem er eftirlætisleikfang glanstímaritanna en hún hefur nákvæmlega ekkert fram að færa í þessari deilu. Konan er titluð menntamálaráðherra. Hún hefur það hlutverk að ...Að lokum tvær spurningar Ögmundur í ljósi þess sem sagt er hér að ofan: Finnst þér rétt að kennarar hafi verkfallsrétt sem byggist á að börnin eru tekin sem gíslar? Finnst þér koma til greina að sveitarfélögin styrki skólarekstur á vegum foreldra eða fyrirtækja sem tækju að sér að ...
Ólína

Lesa meira

Fátæku fólki til viðvörunar?

Hvað er eiginlega að gerast hjá Reykjavíkurborg? Í myrkri fortíð voru lögbrjótar hengdir öðum til viðvörunar. Nú er að verða daglegt brauð í borginni að fátækt fólk sé borið út úr íbúðarhúsnæði með lögregluvaldi, sbr. frétt DV í gær; og gleymum ekki að fólkið er borið út úr félagslegu íbúðarhúsnæði í eigu borgarinna! Er þetta gert fátæku vanskilafólki til viðvörunar? Er þetta ef til vill ný innheimtuaðferð hjá Reykjavíkurborg? Þegar öryrkinn var borinn út fyrir stuttu síðan ...
Hafsteinn Orrason

Lesa meira

Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar