Fara í efni

Um "öfluga " foringja

Kæri Ögmundur,
Ég segi einsog Lóa lesandi að það fór um mig ónotahrollur þegar ég horfði á Ingibjörgu Sólrúnu þenja sig í Silfri Egils. Jú, hún komst ekki hjá því að gefa Össuri Skarphéðinssyni þá einkunn að hann væri góður foringi, sem mér finnst hann í vaxandi mæli vera. En, hún þurfti að tvítaka að Samfylkingin væri sterkur flokkur af því þar væru tveir öflugir foringjar, hún og Össur. Orðrétt sagði hún: "...öflugir leiðtogar einsog ég..." Össur er að verða fjandi öflugur, Ögmundur minn, og mér finnst þið tveir hörðustu kapparnir á þinginu og stend með ykkur báðum. En ég man aldrei eftir að Ingibjörg hafi sagt opinerlega eitt aukatekið jákvætt orð um Össa. Hún þorði ekki að láta sjá sig á stofnfundinn hjá Össa og þurfti svo skyndilega að fara til útlanda þegar hún átti að tala á fyrsta landsfundinum. Ástæðan er sú að hún hélt að Samfylkingin væri á niðurleið, og ekkert yrði úr henni. Össi minn var nú stundum leiður yfir þessu með stelpuna. Þetta man ég og veit, Ögmundur, af því ég var þá og er ennþá í Samfylkingunni þó ég sé mikill stuðningsmaður þinn. Össur þurfti svo sannarlega að fara í gegnum erfiðleikatímabil. Ég man aldrei eftir að Össur fengi eitt jákvætt orð í þáttum sem þau voru í. Mér er ógleymanlegt þegar Samfylkingin lá í könnunum og Egill Helgason spurði Ingibjörgu hvort hún styddi ekki svila sinn og væri í Samfylkingunni. Svarið kom strax: Ég er í Kvennalistanum! Svo finnst henni núna sjálfsagt að koma þegar vel gengur og segja: Nú get ég! Og nú er svo komið fyrir henni blessaðri að hún þarf að sitja með Gísla Marteini og Siv í Silfrinu og hlusta á þau tala um það hvað hún hafi nú mikið veikt sig, sjáist lítið, og sé almennt í pólitísku óstuði. Það er ekki gott að falla í þann poll að fara að halda fram hvað maður er sjálfur góður. Ég spyr: En hvað hefur verið öflugt við Ingibjörgu Sólrúnu? Ekkert um margra mánaða skeið. Það speglar mikið veiklyndi að þurfa að taka það fram að hún sé annar af tveimur öflugum leiðtogum Samfylkinarinnar.  Ég er ekki heldur búin að gleyma jeppanum sem hún fékk lánaðan sumrum saman til að fara í ferðalag, stóran jeppa frá Heklu,
- og án þess að greiða.
E. Equus