Fara í efni

Einstaklingsbundnir lífeyrisreikningar?

Hvenær byrjar baráttan fyrir því að allar lífeyrisgreiðslur fari inn á bankabók viðkomandi einstaklings?
Jón Gústafsson

Sæll Jón og þakka þér bréfið. Kannski er það vegna þess að ég sé eigingjarn en ég vona að sú barátta hefjist aldrei. Þetta myndi þýða að lífeyrisgreiðslur myndu lækka. En vissulega myndi arfurinn sem lífeyrisþegar létu eftir sig hækka. Ástæðan fyrir þessu er að sjálfsögðu sú, að vegna þess að þetta er réttur sem hleðst upp en ekki krónur á einstaklingsbundnum reikningum, hagnast allir þeir sem lifa lengi. Hinir gengnu glata réttinum þegar þeir fara yfir móðuna miklu, nema hvað rétturinn gengur að einhverju leyti til maka og ungra barna. Að uppistöðu til ganga réttindin hins vegar til annarra lífeyrisþega. Hvers vegna ættum við að fórna þessu ágæta kerfi lífeyrisþega til þess að geta arfleitt bönin okkar?
Ögmundur