Fara í efni

ÞEGAR SKEPNAN DEYR

Blóði drifin, hölt og hörundsár
húkir skepna ein við nyrstu myrkur,
boðar ófrið, örbirgð, feigð og fár,
fólksins eymd er hannar mikli styrkur.

Skepnan ljóta öskrar, hrín og hlær,
hjartað þiggur mátt frá vítisbáli,
í fúlum kjafti leika tungur tvær
sem tala reyndar báðar sama máli.

Ófreskjan það þráir meir og meir
að miskunn fólksins hennar skinni hlífi
og þegar loks í skugga skepnan deyr
þá skrækir hún og fagnar nýju lífi.

Kristján Hreinsson, skáld