Fara í efni

Kjósendum Framsóknar til umhugsunar - eða hvað?

Nú erum við endanlega búin að fá það svart á hvítu hvernig lýðræðinu er fyrirkomið í Framsókn. Kristinn H. Gunnarsson, sem sýnt hefur sjálfstæðistilburði í fjölmiðlamáli og öðrum málum, er rekinn úr öllum nefndum þingsins þar sem hann hefir gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Ég tel að Kristinn hafi staðið nær kjósendum Framsóknar en Halldór Ásgrímsson, sem nú baðar sig í kastljósi forsætisráðherraembættisins. Hlýtur þetta ekki að verða kjósendum Framsóknar umhugsunarefni. Eða vilja þeir að menn séu barðir til hlýðni og reknir ef þeir ekki láta bugast af svipuhöggunum?
Hafsteinn Orrason