Vill friða framsóknarmann
Friðum Framsókn!! Þar sem ekki var hægt að friða Kjárahnjúka.
Væri þá hægt að friða eins og einn framsóknarmann, td. Guðna
Ágústsson, Sif eða Halldór. Flokkurinn er í útrýmingarhættu. Þarf
ekki að taka þetta upp á þingi? Kostunaraðilar yrðu að sjálfsögðu
Vís, Samskip og Ísl erfðagreining, sem sæi um klónuina. Við verðum
að halda okkar þjóðlegu einkennum og gildum.
Runki frá Snotru
Þakka þér Runki fyrir þessa ábendingu. Ég verð að viðurkenna að
almennt er ég því ekki fylgjandi að leita til fyrirtækja um
fjármögnun eða kostun eins og það mun víst heita á
fagmáli, á verkefnum á vegum hins opinbera. Vel má þó vera að það
væri við hæfi í þessu tilfelli og reyndar segir mér hugur um
að þessi fyrirtæki sem þú nefnir kunni að eigin frumkvæði hafa
tekið fyrstu skrefin í þessu verkefni. Ekki veit ég þó hvort áhugi
þeirra á kostun Framsóknarflokksins sé sprottin af ást á hinum
þjóðlegu gildum sem þú nefnir svo Runki.
Kveðja,
Ögmundur