Fara í efni

Framsóknarmengið

Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag, sunnudaginn 29. ágúst, er m.a. haft eftir Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, varðandi sölu Símans :

Valgerður segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi og henni virðist engin hreyfing vera á því. Hún tekur hinsvegar undir með flokksbróður sínum (Hjálmari Árnasyni) að ekki standi á framsóknarmönnum að selja Landssímann. "Það er ekkert því til fyrirstöðu af hálfu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins eða framsóknarmanna yfirleitt að selja Landssímann", segir Valgerður.
Það sem sett er innan gæsalappa, hér að framan, er væntanlega beint eftir ráðherranum haft. Teljast það ekki nokkur tíðindi að ráðherrann telji iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið til hluta af framsóknarmenginu?

Kveðja

Sveinn