Frábærum ráðherra sparkað
						
        			23.08.2004
			
					
			
							Sæll Ögmundur 
Í VG gefið þið ykkur út fyrir að vera jafnréttissinnar. Ég verð að segja að heldur finnst mér þið þegja þunnu hljóði þegar verið er að fótumtroða rétt kvenna í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir, sem nú er látin víkja af ráðherrabekknum, hefur staðið sig frábærlega sem ráðherra umhverfismála á örlagatímum... Hún er alla vega kona. Á hún að þurfa að gjalda þess?
Kveðja,
Halldóra 
Þakka þér bréfið Halldóra. 
Auðvitað á enginn að þurfa gjalda kynferðis síns, hvorki í stjórnmálum né annars staðar. Sitt hvað er umhugsunarvert í bréfi þínu þótt stutt sé.
Ögmundur
