AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2004
... Það sem sett er innan gæsalappa, hér að framan, er
væntanlega beint eftir ráðherranum haft. Teljast það ekki nokkur
tíðindi að ráðherrann telji iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið til
hluta af framsóknarmenginu?
Kveðja,
Sveinn
Lesa meira
... Allar þessar grundvallarspurningar vakna við hina framsæknu
umræðu í Framsóknarflokknum nýverið. Og ekki má gleyma: Eru
eftirlaun ráðherra réttlát? Á að deila völdum og áhrifum út eftir
hæfileikum eða kynferði? Á að minnka völd og áhrif ráðherra og
deila þeim út meðal almennings? Er Alfredo Scransali réttur maður á
réttum stað? Af hverju fá samkynhneigðir ekki ráðherrastól hjá
Framsókn? Loksins, loksins er farið að ræða...
Þráinn
Lesa meira
Yfirleitt hafa Íslendingar mikinn metnað og ég held að óhætt sé
að segja að oft sýnir þjóðin þann metnað í verki. Mikið er ég
sammála greininni þinni hér á síðunni um fræga fólkið sem hingað
kemur og þarf að þola stöðugt áreiti fjölmiðla og forvitins fólks
sem gónir á það eins og naut á nývirki. Það er leiðinlegt að gera
gestum okkar þetta en verst erum við sjálfum okkur. Við verðum
nefnilega svo óumræðilega smá með því að geta ekki tekið á móti
þekktu fólki án þess að glata allri dómgreind. Allt sem
heimsþekktur maður gerir á Íslandi þykir ...
Sunna Sara
Lesa meira
Í VG gefið þið ykkur út fyrir að vera jafnréttissinnar. Ég verð
að segja að heldur finnst mér þið þegja þunnu hljóði þegar verið er
að fótumtroða rétt kvenna í Framsóknarflokknum. Siv
Friðleifsdóttir, sem nú er látin víkja af ráðherrabekknum, hefur
staðið sig frábærlega sem ráðherra umhverfismála á örlagatímum...
Hún er alla vega kona. Á hún að þurfa að gjalda þess?
Halldóra
Lesa meira
Friðum Framsókn!! Þar sem ekki var hægt að friða Kjárahnjúka.
Væri þá hægt að friða eins og einn framsóknarmann, td. Guðna
Ágústsson, Sif eða Halldór. Flokkurinn er í útrýmingarhættu. Þarf
ekki að taka þetta upp á þingi? Kostunaraðilar yrðu að sjálfsögðu
Vís, Samskip og Ísl erfðagreining, sem sæi um klónuina. Við verðum
að halda okkar þjóðlegu einkennum og gildum.
Runki frá Snotru
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ég ætla ekki að bera framm neina spurningu til þín, en lýsa yfir
stuðningi að ríkt og frægt fólk fái að vera í friði fyrir látum og
hamagangi fjölmiðla og ljósmyndara.
Kveðja,
Sigurbjörg
Lesa meira
Burtu dapur flokkur fer,
feigð að honum sverfur,
þrifalegt mun þykja hér
þegar Framsókn hverfur.
Kveðja,
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Hvernig vilt þú að ráðherralið Framsóknarflokksins verði eftir
15. september? Finnst þér ekki skipta máli hvernig
ráðherrabekkurinn verður skipaður...
Guðbjörn
Lesa meira
Tvær tilvitnanir, önnur vegna bjórauglýsinga á strætóskýlum og
hin vegna auglýsina á strætó: "Hinn aðilinn sem ég vil nefna er
Reykjavíkurborg sem lætur bjórfyrirtæki nota strætóskýlin
til að auglýsa bjór og fara þannig á bak við landslög. Ég gladdist
því mjög þegar ég frétti að Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi
hyggist...
... "Eftir innrás Tuddanna í vopnabúr M16 hófst mikil
eftirför Þjösnanna eftir þeim. Vopnunum skyldi náð
aftur. Barist var fram í rauðan dauðann og ...
Allir í strætó.
Rúnar
Lesa meira
Það er ekkert meira stjórnlyndi falið í því að leggja 400
milljónir á ári til strandsiglinga (sem er ca. sú upphæð sem lögð
var til á sínum tíma) en að setja 700 milljónir í sendiráð í Tókýó
til að niðurgreiða sölukostnað SH í Japan. Ráðstöfun á almannafé er
ekki flokkanleg átómatískt í hægri og vinstri; ég er hræddur um að
við verðum að nenna að hugsa. Það fæst svo lítið í hinum pólitísku
heildsölum einsog stendur. Guðmundur fjallar ekkert um það hvort
það séu einhverjir hagsmunir handan við arðsemiskröfur
Eimskipafélagsins. Það er sem sé Eimskipafélagið sem skilgreinir
hagsmuni heildarinnar. Það er barnaleg hugsun og alveg flöt og
blæbrigðalaus. Nenna menn ekki að hugsa út fyrir hinar himnesku
formúlur...
Þráinn
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum