AÐ HRUNI KOMINN Júní 2004

Íslendingar hluti af hernámsliði í Afganistan

Utanríkisráðherra reynir nú að breyta almennum málskilningi Íslendinga með því að afneita því að íslenska liðsveitin í Afganistan sé hluti af hernámsliði þessa ósjálfráða landsvæðis í Asíu.Hann talar í þessu sambandi um Ísland,sem herlaust,hlutlaust land.þegar málið snýr að beinni þáttöku íslenskrar liðsveitar,sem skráð er til beinnar þáttöku í hernaðaraðgerðum NATO í Afganistan. Með...
Baldur

 

Lesa meira


Verða mannréttindi brotin í þjóðaratkvæðagreiðslunni?

Nú eru okkar ástkæru stjórnvöld í óða önn að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna um fjölmiðlalögin. Ég vil aðeins minna á nauðsyn þess að koma upp sérstökum kjördeildum í fjölmennustu kirkjugörðum landsins. Það geri ég með sérstöku tilliti til óvenjufjörugrar þátttöku í hinni annáluðu undirskriftasöfnun þar sem skorað var á forseta landsins að synja lögunum staðfestingar. Látnir einstaklingar munu hafa komið þar talsvert við sögu og nýtt sér tölvutæknina rétt eins og við hin sem ...
Jón Bisness

Lesa meira

Hvað meinar forsætisráðherra?

Ágæti Ögmundur
Í Kastljósi sagði forsætisráðherrann eftirfarandi: Hér eru bæði blöðin og ljósvakamiðlarnir á einni hendi, og þetta þekkist hvergi. Hvaða hendi er það ?
Ég sé ekki betur en mikilvægustu fjölmiðlarnir á Íslandi séu í stafrófsröð
Fréttablaðið, Morgunblaðið, Ríkissjónvarpið, Ríkisútvarpið og Stöð 2. Ég get ekki séð að þeir séu á...
Sigmundur Guðmundsson

Lesa meira

Um landvarðamálið og fleiri af svipuðum toga

Sæll Ögmundur
Ég las grein þína um landverðina áðan í Morgunblaðinu. Bendi þér á þetta frá 27/8 ´00 : <http://www.eldhorn.is/hjorleifur/naust/NAfr2k.htm> og það sem Ómar sagði í viðtali við DV 13/12 ´03 um gerð myndar sinnar (Á meðan land byggist) : Vertu þægur,Ómar. Ómar hefur reynt að fá styrki til gerðar myndarinnar en jafnan fengið þau svör að menn vilji ekki tengjast því máli. "Margur hefði sagt að ég hefði átt að reyna meira að fá ...
Pétur

Lesa meira


Af hverju gleyma menn?

Eigum við að trúa því að Halldór Ásgrímsson muni ekki eftir þessari grein mannsins sem var formaður þingflokks framsóknarmanna þegar utanríkisráðherra datt sjálfur inn á þing fyrir þrjátíu árum. Mannsins sem studdi Halldór þegar hann steig fyrstu skrefin á Alþingi? Eigum við að trúa því að hann muni ekki eftir röksemdum Stefáns Valgeirssonar í bráðabirgðalagamálinu á sínum tíma? Eigum við að trúa því að sá maður sem Framsóknarflokkurinn kaus til að halda fram arfleifð þeirra Jónasar, Hermanns, Eysteins, Ólafs, og  Steingríms þekki ekki þann þráð í sögu flokksins sem Þórarinn Þórarinsson spinnur í greininni sem hér er ...
Ólína

Lesa meira

Myndir og merkingar

Áfram heldur umræðan og Davíð og Dóri hafa báðir tengt Ólaf Ragnar við Baugsveldið.

Davíð og Dóri þeir góla:
,,Á djöfla hjá Bónus má stóla,
þar illskan er mest,
og auðvitað sést
í merkinu myndin af Óla."

Kristján Hreinsson, skáld

Lesa meira

Á 45 snúninga hraða...

Svo gjörsamlega hefur Morgunblaðið tapað áttum í skrifum sínum að því verður helst líkt við texta mannsins sem skrifaði lokaritgerðina í lagadeildinni á Corolla ritvél með boxhönskum. Þyrftu nú ekki ritstjórar Morgunblaðsins og hinn betur gerði hluti eigendahópsins að velta fyrir sér hvort eitthvað samband kynni að vera milli þess flokkspólitíska kúrs sem Morgunblaðið tók fyrir þremur árum og velgengni Fréttablaðsins á blaðamarkaðnum? Hvort flokkspólitískur kúrs Morgunblaðsins kynni e.t.v. að eiga...
Ólína

Lesa meira

Davíð fellur á lýðræðisprófi

Forsætisráðherra þjóðarinnar kom fram í Kastljósi í köld. Hann tifaði á því að forsetinn væri að fara fram gegn þinginu. Ekki hvarflaði að honum að forsetinn væri að fara fram með þjóðinni. Ólafur Ragnar er aukaatriði í þessu máli. Lykilhlutverki gegnir þjóðin og lýðræðið. Gegn hvoru tveggja, lýðræðinu og þjóðinni gengur forsætisráðherrann. Hvílík lágkúra. En nú eru þeir búnir að ræða saman Davíð og Halldór. Þeir eru sammála segir ...
Hafsteinn Orrason  

Lesa meira

Frá lesendum

BANKASALAN

Engeyingarnir um sig sjá
Það sér hver kjaftur
Íslandsbanka vilja víst fá
vandræðin ganga aftur.

Hér blaðurskjóðan Brynjar N
bullar heilt um mál og menn
En kosningarnar koma senn
þá kallinn tæplega situr enn.

 Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

SUMARIÐ KEMUR

Bráðlega við sumarið sjáum
sem lyftir okkur á tá
Þá heilsu og heilbrigði fáum
og helvítis pestin frá.

Fáir bera af ´onum blak
Brynjar fór í díið
Ætti nú að taka sér tak
og minka fylliríið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ÓVÖNDUÐ FRÉTTASTOFA SJÓNVARPS

... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.  
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara  

Lesa meira

Á HVAÐA VEGFERÐ ERUM VIÐ?

Það var illa  til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

VIÐREISN ÁLYKTAR OG ÞINGMAÐUR KÆRIR - SIG SJÁLFAN

Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.

Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.

Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári

Lesa meira

HÆLIÐ FYRIR ÖSKURAPA:

Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: SKERÐING FULLVELDIS ÍSLANDS OG ÓSKIPTAR VALDHEIMILDIR ESB - ER NAFTA RAUNHÆFUR VALKOSTUR? -

Þegar ljóst er orðið að systurflokkarnir, Viðreisn og Samfylking, tala einum rómi um aðild að Evrópusambandinu er rétt að skoða málin í öðru og víðara samhengi. Jafnmikið og sumir lofa aðild Ísland að EES, og innri markaði ESB, er ljós að það samband hefur þróast öðruvísi en æskilegt hefði verið fyrir íslenska hagsmuni [að ógleymdum breskum hagsmunum]. Óhófleg miðstýring einkennir ESB öðru fremur. Allt lagaverkið ber þess glöggt vitni. Samræming og einsleitni með tilheyrandi flatneskju (á sama tíma og sumir stuðningsmenn lofa „fjölbreytileikann“) er alls ráðandi, jafnt í ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BIÐIN EFTIR VAÐLA-GODDOT

... Söludagur hugmyndar um Vaðla- brask er auðvitað löngu útrunninn. Absúrd er form einkaeignar VHG hf á einu dýrasta vegamannvirki ríkisins sem allt er kostað með almannafé og ber því sæmdarheiti, þjóðvegur. Ennþá er þó beðið eftir yfirtöku braskara. Ennþá blasir við absúrd skráð “einkeign” á þjóðareign. Svo viðkvæmt er fíflaspil þetta stjórn- kerfinu, að skammarþöggun er ásett. Lekritið er þó enn á fjölum, fáráðlegt, absúrd delluspilið langa ...

Lesa meira

Kári skrifar: UPPGJÖF Í BARÁTTU VIÐ GLÆPI SEM LEIÐ TIL ÞESS AÐ DRAGA ÚR GLÆPATÍÐNI - "AFGLÆPAVÆÐING" -

Það er algeng aðferð á Íslandi að breyta skilgreiningum þegar takast þarf á við alvarlegan vanda af ýmsu tagi. Menn reyna með öðrum orðum að skilgreina sig út úr vandanum – með endurskilgreiningu. Þegar aðferðinni er beitt á alvarleg afbrot í þjóðfélaginu fylgir því mikill vandi. Mönnum hættir þá til að horfa algerlega framhjá ... Breytingarfrumvarp um „afglæpavæðingu“ eiturlyfja er dæmi um brotaflokk þar sem endurskilgreiningu er beitt. Látið er að því liggja að varsla og neysla eiturlyfja sé einkamál neytandans og komi ekki öðrum við ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VAÐLAGÖNG Í SKRÍPAUMGERÐ

Stjónarhættir á Íslandi kalla stundum fram hreinar delluafurðir. Ein slík er umbúnaður Vaðlaheiðarganga,7.5km rándýra búts af þjóðvegakerfinu, sem allur er kostaður með almannafé og ætti því að teljast óskipt þjóðareign. Að sjálfsögðu í almannaeigu.Furðuklúbbur, í raun skúffufélag að hluta í eigu stórfyrirtækja, Greið Leið, þykist fara með ráðandi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUPAKKAR ESB OG MARKAÐSVÆÐING ORKUMÁLA Í FRAKKLANDI

Í nýlegum skrifum var rætt um áhrif markaðsvæðingar orkumálanna í Bretlandi. Í stuttu máli má segja að reynslan sé hreint ekki góð fyrir almenning þar í landi. Eins og fyrri daginn eru þessi mál lítið rædd í íslenska ríkisfjölmiðlinum sem sýnir fullkomna meðvirkni með valdinu og dregur taum þess í hvívetna ... Breytingarnar eru þeim mun meiri og víðtækari eftir því sem pökkunum fjölgar. Þeir sem gleðjast mest eru braskararnir og fjárglæframennirnir enda breytingarnar gerðar til þess að greiða götu þeirra. Almenningur situr eftir með sárt ennið, enda verið rændur og má sæta okri og margskonar rugli í kjölfarið ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar