Það var aldrei kosið um Kárahnjúkavirkjun!

Var minnst á Kárahnjúkavirkjun fyrir kosningarnar vorið 1999? VG var stofnað 6.f ebrúar 1999. Man einhver sem tók þátt um hvað kosningabaráttan snerist  það árið? Var verið að kjósa um Kárahnjúkavirkjun? Mér vitanlega var hún ekki á dagskrá þá.
Eftirfarandi fór á milli spyrjanda og Ólafs Ragnars Grímssonar í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 21 .júní :

Spyrjandi: Það hafa komið upp fjölmörg mál, líka í þinni tíð sem hafa kallað á umræðu um að nýta málskotsréttinn....Það er öryrkjamálið, það er Kárahnjúkamálið. Hvað er öðruvísi í þessu máli?
Ég hef fagnað því núna síðustu daga að fyrirrennari minn ágætur hefur lýst því yfir að ef hún hefði verið forseti í Kárahnjúkamálinu myndi hún hafa beitt málskotsréttinum í Kárahnjúkamálinu. Vegna þess að sumir hafa viljað túlka yfirlýsingu hennar um EES samninginn á þann veg að búið væri að ýta málskotsréttinum til hliðar og nú hefur Vigdís alveg tekið af skarið með það og sagt að hún hefði í Kárahnjúkamálinu beitt málskotsréttinum. Ég..Spyrjandi: Ólafur! Hvað er öðruvísi við þetta mál? Já, ég ætlaði að svara því.
Ég er hins vegar ekki sammála því vegna þess í Kárahnjúkamálinu hafði rækilega um það verið fjallað í Alþingiskosningum, það hafði verið lengi á dagskrá varðandi stefnu flokkanna, það var kosið til þings á þessum grundvelli....Varðandi öryrkjamálið þá var það fyrst og fremst um hvort að það stæðist stjórnarskrá. Það er dómstóla að skera úr því.....
Pétur

Heill og sæll Pétur.
Þetta er hárrétt ábending hjá þér. Það var aldrei kosið um Kárahnjúkavirkjun. Það var einmitt ein af ástæðunum sem talsmenn VG nefndu á sínum tíma þegar lagt var til að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um þá framkvæmd.
Kveðja,
Ögmundur

Fréttabréf