Fara í efni

Ráðherra á raðgreiðslum?

Sæll Ögmundur.
Halldór Ásgrímsson er þér hugleikinn sé ég á síðunni og kannske ekki að undra, en annar framsóknarþingmaður hefur vakið óskipta athygli mína í vetur. Þetta er Hjálmar Árnason, sem mest blaðraði og frjálslegast fyrir þingflokksformennskuembættið. Þingmaðurinn sem hjólaði í Björn “Bruce” Bjarnason í menntamálum, lagði fram framsæknar og djúphugsaðar tillögur í fiskveiðistjórnarmálum fyrir kosningar og stóð jafnan við þau stóru orð sem hann lét falla. Athygli mín hefur beinst að þingmanninum af því þorið virðist þorrið og fylgispekt tekin við af framsókn. Hjálmar hefur verið einna svartastur þingmanna framsóknarmanna í nokkrum málum í röð og náði ákveðnu lágmarki í fjölmiðlamálinu. Eina skýringin sem mér datt í hug hérna við eldhúsvaskinn var að hann gengi með. Gengi með ráðherra í maganum og væri jafnvel búinn að fá boð um að næla sér í einn svoleiðis á raðgreiðslum. Gæti það verið Ögmundur
Ólína