Fara í efni

Nú fyrst verð ég orðlaus!

Fyrst kom NATO, síðan kom EES, þá kom öryrkjamálið, síðan Kárahnjúkar. Loks kom fjölmiðlafrumvarpið. Kannski er það minnsta tilefnið til þjóðaratkvæðagreiðslu af fyrrnefndum málum. Ég tek hins vegar undir með þér Ögmundur í pistli þínum í dag, að viðbrögð stjórnarmeirihlutans eru óhugnanleg! Ekki vissi ég að þetta væru fasistar. Þau eru í alvöru að efast um rétt þjóðarinnar til þjóðaratlkvæðagreiðslu!!!! Ég mun fylgjast af nákvæmni með hvað sagt verður í þessu máli. Yfirlýsingar forsvarsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru viðfangsefni fyrir okkur öll til umhugsunar og að sjálfsögðu sagnfræðinga síðari tíma, þeirra sem sérhæfa sig í niðurlægingu stjórnmálanna. Nú er þetta ekki lengur spurning um hægri og vinstri heldur um það hvort menn vilja lýðræði eða forræðishyggju, sem hér áður fyrr var kölluð fasismi. Um þetta kemur þjóðaratkvæðagreiðslan til með að fjalla. Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar í Kastljósi í kvöld eru dapurlegar fyrir alla þá sem vilja þeim manni vel.
Sunna Sara