Hvað meinar forsætisráðherra?

Ágæti Ögmundur
Í Kastljósi sagði forsætisráðherrann eftirfarandi: Hér eru bæði blöðin og ljósvakamiðlarnir á einni hendi, og þetta þekkist hvergi. Hvaða hendi er það ?
Ég sé ekki betur en mikilvægustu fjölmiðlarnir á Íslandi séu í stafrófsröð
Fréttablaðið, Morgunblaðið, Ríkissjónvarpið, Ríkisútvarpið og Stöð 2. Ég get ekki séð að þeir séu á einni hendi.  Í hvaða heimi lifir forsætisráðherrann eiginlega ? Fyrir svona 5 árum síðan var Morgunblaðið hins vegar nánast einrátt á dagblaðamarkaðinum.  Þá kom forystu Sjálfstæðisflokksins hins vegar ekki til hugar að innleiða almenn fjölmiðlalög (sem ekki er beint gegn einu ákveðnu fyrirtæki) í þeim tilgangi að auka á fjölbreytni. Hver sér ekki í gegnum þennan lygavef ?
Bestu kveðjur,
Sigmundur Guðmundsson, stærðfræðingur

Fréttabréf