Fara í efni

Dæmigert fyrir Alþingi?

Samkvæmt nýjum fréttum er fram komin tillaga, soðin saman af Birni Bjarnasyni og Guðna Ágústssyni, þar sem þeir mæla með að í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin yrði krafist 75% þátttöku kosningabærra manna. Ef þátttaka væri minni væri tillagan fallin. Ef þessi háttur væri á hafður þyrfti ekki einu sinni að telja atkvæðin ef 25.1% kjósenda skiluðu sér ekki á kjörstað. Málið væri úr sögunni vegna ónógrar þátttöku, jafnvel þó öll greidd atkvæði kosningabærra manna féllu á annan veginn. Ég er að velta fyrir mér hvort mikið sé um svona vel grundaðan málflutning á Alþingi.
Benedikt Sigurðsson

Sæll.
Svarið er játandi. Það er talsvert um slíkan málflutning.
Kveðja,
Ögmundur