Fara í efni

Sjálfsvörn Ísraela?

Ég hlustaði á utandagskrárumræðuna um ástandið í Palestínu í gær. Og viti menn Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra notaði nákvæmlega sömu nálgun og Bush Bandaríkjaforseti. Eins og þú bentir réttilega á í umræðunni talar hann í sama orðinu um kynþáttamúrinn og ofbeldisárásir íraelska hersins á friðsamt fólk annars vagar og “rétt Ísraels til sjálfsvarnar”, hins vegar. Síðan komu fleiri Framsóknarmenn í ræðustól og töluðu um víxlverkun ofbeldis og að deiluaðilar þyrftu að semja. Þarna er verið að leggja að jöfnu einn tæknivæddasta árásarher í heimi og nánast óvopnaða alþýðu. Voru deiluaðilar í Þýskalandi á sínum tíma ef til vill, nasistar og gyðingar?
Hafsteinn Orrason