Fara í efni

Landavarðamál áminning um áminningarfrumvarp

Ágæti Ögmundur.
Ég hef fylgst með "landvarðamálinu" og er gáttuð á framkomunni í garð landvarðanna sem flögguðu í hálfa stöng á hálendinu í fyrra og fengu ákúrur fyrir. Þetta mál gerir mig ennþá ákveðnari í andstöðu við "áminningarfrumvarp" ríkisstjórnarinnar. Mér sýnist af því sem haft er eftir þér í fréttum að svo kunni að fara að frumvarpið fái ekki afgreiðslu. Ég teldi það mikinn sigur ef þær yrðu málalyktir. Er ríkisstjórnin að sjá að sér? Ég vil taka það fram að ég er ekki ríkisstarfsmaður. Ég er hins vegar á móti hvers kynst yfirgangi og valdníðslu og styð þess vega ríkisstarfsmenn í þessu máli. "Landvarðamálið" er áminning um miklivægi "áminningarfrumvarpsins".
Halldóra

Því miður er ríkisstjórnin ekki að sjá að sér í þessu máli. Hins vegar bendir margt til þess að frumvarpið verði ekki samþykkt í vor. Stjórnarandstaðan á Alþingi leggur mikla áherslu á að frumvarpið verði lagt til hliðar og vona ég svo sannarlega að það verði niðurstaðan. Ég er sammála þér Halldóra að landvaðamálið svokallaða er grafalvarlegt mál og hef ég ekki sagt mitt síðasta orð í því.
Kveðja,
Ögmundur