AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2004
...Þegar undirliggjandi illdeilur milli forsætisráðherra og
Baugs blossa upp þá koma jafnan fréttir frá embætti
ríkislögreglustjóra af skyndilegum aðgerðum í langdreginni rannsókn
á meintum efnahagsbrotum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félaga. Og
nú, þegar allt er á suðupunkti í samfélaginu vegna
fjölmiðlafrumvarps forsætisráðherra, berast óvæntar fregnir af
...
Jónas Ó. Jóhannesson frá Kreppu
Lesa meira
Ég lýsi eins og venjulega yfir fullum stuðningi við allt sem
kemur úr smiðju Davíðs Oddssonar og tel eins og hann mikilvægt að
koma böndum á rísandi auðvald í okkar ágæta landi. Tvennt mundi ég
þó vilja sjá til viðbótar í fjölmiðlafrumvarpinu sem tekur, eins og
kunnugt er, til útvarps- og samkeppnislaga. Þessi atriði varða
annars vegar hömlur á útburð og dreifingu Fréttablaðsins og DV, eða
annarra sambærilegra pappíra í framtíðinni, og svo hins vegar
...
Jón Grímsson frá Bisnesi
Lesa meira
...Í þessu samfélagi leitast handhafar valdþáttanna við
að styrkja stöðu sína hver fyrir sig og gera
aðra þætti háða sér, eða ná þeim undir sig. Þegar hins vegar
valdssamfélaginu er ógnað byrja valdþættirnir að slá í takt eins og
hjörtu tveggja gangandi elskenda við Reykjavíkurtjörn og verjast
sem ein heild ógninni. Þessir valdsþættir eru hið efnahagslega
vald, hið pólitíska vald, lagasetningarvaldið, dómsvaldið og
fjölmiðlavaldið. Ísland er í raun ágætt dæmi um þessa breytingu
vegna þess að hér eru hlutir sæmilega gegnsæir og forsætisráðherra
landsins, 2. þingmaður Reykvíkinga og umboðsmaður 32% kjósenda í
landinu, er holdgervingur þróunarinnar. Hann hefur á starfstíma
sínum í gamla fangelsinu við Lækjartorg breytt lagasetningavaldinu
þannig að...
Ólína
Lesa meira
Þú þarft ekki að vera bjartsýnismaður til að lýsa yfir
vantrausti. Vilji fólksins er með ykkur og i stað thess að vona
sifellt eftir innri rotnun eigið þið að taka róttækt
frumkvæði, til að sýna og sanna að þið séuð fær um slikt. Vantraust
a Björninn, takk fyrir.
EH
Lesa meira
Dómsmálaráðherra hefur brotið tvenn lög: jafnréttislög og
stjórnsýslulög. Lengi vel heyrðust engin viðbrögð frá öðrum
þingmönnum um þetta mál. Af hverju þessi þögn?
Raganr Ó.
Það er rétt að fyrst var þögn en síðan hafa heyrst hljóð.
Ég held að hin upphaflega þögn ...
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Hefur ykkur ekki dottið í hug að bera upp vantrausttillögu á
dómsmálaráðherra í þinginu?
G. Helgadóttir
Heil og sæl.
Sannast sagna hefur þetta ekki verið rætt, einfaldlega vegna þess
að...
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Maður trúir varla sínum eigin augum og eyrum þegar maður les
frásagnir frá Írak þessa dagana. Ég var nokkuð sáttur við
málflutning Hallgríms Thorsteinsson fjölmiðlamanns sem var með þér
í Silfri Egils um helgina. Mjög áhrifarík var lýsing hans á
atburðarásinni í Írak, sérstaklega því sem gerðist eftir að
...
Hafsteinn Orrason
Lesa meira
...Björn okkar vakti líka ánægju þegar hann lýsti því yfir í
sjónvarpi að hans aðalstyrkur væri staðfesta. Hann sýndi
staðfestu með að fylla ekki Hæstarétt af gömlum kerlingum
heldur af nýju blóði, forsætisráðherrablóði. Það eykur líka
öyggi okkar að...
grj
Lesa meira
... Ég fór í kjölfarið að leita mér upplýsinga um Ray Hanania og
rakst þar á þessa frábæru grínagtugu grein sem ég sendi hér slóðina
á. Þarna kemur fram hvert hlutskipti fólki er búið þar sem tilveran
er alltaf kynþáttagreind...
Kveðja, Björn
Lesa meira
Víst þarf sonur Bjarna Björn
í baráttu að glíma
og nota oft þá veika vörn
að vera barn síns tíma.
Kveðja,
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum