AÐ HRUNI KOMINN 2004
...Ríkisstjórnin hefur lofað 5 milljónum á sama tíma og eyða á
að minnsta kosti 300 milljónum í svokallaða friðargæslu, þ.e.
íslenska herinn. Krafan er að Íslendingar hætti að hreinsa eftir
Bandaríska herinn og verji öllum peningum sem við það sparast til
hjálparsarfs vegna náttúruhamfara. Ég fagna tillögu þingflokks VG
um aukin framlög til hjálparstarfs...
Rúnar Sveinbjörnsson
Lesa meira
Finnist þér ekki meira vit í að gefa peninga til hjálpar fólkinu
í Írak en að styðja einhvað stórblað í USA...?
Sigurbjörn Halldórsson
Lesa meira
Mig langar til að þakka séra Gunnari Kristjánssyni fyrir
Pólitíska jólahugvekju, sem birtist hér á heimasíðunni í
dálkinum Frjálsir pennar. Ég vil hvetja sem flesta til að
lesa hana. Séra Gunnar, gagnstætt mörgum öðrum prestum, reynir
nefnilega ekki að forða sér út úr samtímanum. Hann tekur á
...
Bjarni
Lesa meira
Mikið þykir mér alltaf átakanlegt þegar fjölmiðlarnir okkar
smækka þjóðina niður í hið óendanlega með því að elta á röndum
frægt fólk sem kemur hingað til lands. Heldur fannst mér lítið
leggjast fyrir Ríkisútvarpið sem birti það sem eina helstu frétt í
einum aðalfréttatíma sínum að leikarinn Kiefer Sutherland væri
"í bænum". Með þessu slúðri gerist Ríkisútvarpið
óþægilega fáfengilegt fyrir ...
Sunna Sara
Lesa meira
Í austri var maður sem karlmönnum kenndi að hlýða
og konurnar lét hann fá festu sem engu var lík
hann ógnaði fólki og svo var hann stöðugt að stríða,
hann stærði sig jafnan af því hversu þjóð hans var rík.
En skósveinar auðvaldsins sögðu hann þjáningu þyngja
að þar færi maður með sprengju og heimtaði blóð.
Og heimurinn heyrði svo vopnin í vindinum syngja:
-Við erum hér til að hjálpa þér heiðingjaþjóð.
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
...Ég fylgist daglega með síðu Landsvirkjunar af framkvæmdunum, þar
er sko allt í lagi. Til dæmis 21. des. 2004, trúði ég ekki, að enn
væri 13 stiga hiti í Kárahnjúkum. Ég leit á síðu Veðurstofunnar,
viti menn -20C og 20metrar á sekúndu. Samkvæmt síðunni er alltaf
verið að slá met. T.d.: "Borvélarnar þrjár skiluðu alls um 600
metra löngum...
Snjólfur
Lesa meira
...Ég var svo lánsamur þegar stóriðjuævintýrinu 1968 lauk og atvinnuleysið skall yfir þá var nóg vinna í Evrópu og ég ungur rafvirki greip tækifærið og fór til Hamborgar í skipasmiðar. Í minni minningu voru Portúgalar sérlegar harðir karlar, sem gjarnan unnu erfiðustu störfin. Ástæða þessara pælinga er að fréttinni fylgdi að Kínverjar þessir væru sérlega harðir og hefðu reynst vel í Gula gljúfri ef ég man rétt...
Rúnar
Lesa meira
Frá því að nýju raforkulögin birtust fyrst, verður mér ávallt
hugsað til ævintýrsins um Nýju fötin keisarans. Ríkisstjórnin með
Halldór sem keisara, hirðin meiri hlutinn á Alþingi, klæðskerarnir
lögfræðinga- og verkfræðingahjörðin hér og í
ESB. Alþýðan erum við, en hvar er litli drengurinn? Höfum við
kannski ekki lengur kjark til að hlusta á börnin.
Runki frá Snotru
Lesa meira
Eftirfarandi ljóð er að finna á samnefndri geislaplötu sem
Kristján Hreinsson, skáld, er að senda frá sér um
þessar mundir:
Af þjófunum birtast svo magnaðar myndir,
við meinum þeir finna ráð
með brosandi andlit við olíulindir
þeir árangri hafa náð.
Menn verðlauna íslenska umhverfissóða
sem arðræna þjóðarsál
og nota hér allan sinn olíugróða
í íhaldsins leyndarmál.
Lesa meira
Í leiðara Fréttablaðsins í dag er svo að skilja að blaðið fagni
samkeppni í raforkumálum! Þetta hljómar undarlega því nú kemur á
daginn að fyrstu kynni neytenda af samkeppninni verður hærra
raforkuverð um áramótin þegar samkeppnisfyrirkomulag Valgerðar
Sverrisdóttur og félaga verður að veruleika. Ekki heyrði ég betur
en iðnaðarráðherrann hefði verið varaður við því á Alþingi fyrir
þinglokin, að kerfisbreytingunni fylgdi kostnaðarhækkun fyrir
neytendur þótt Valgerður reyni nú að þvo hendur sínar af öllu
slíku. Þetta er ekki vandaður málflutningur og svo sannarlega ekki
í samræmi við ...
Helgi
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum