Þingmenn á gænni grein - ekki öryrkjar

Sæll, Ögmundur.
Mér heyrist á öllu að öryrkjar fái ekki allar þær bætur sem þeim var lofað. Væri ekki hægt að gera þá málamiðlun að allir öryrkjar með hámarks styrk og tekjutryggingu þurfi ekki að borga skatt og útsvar af tekjum sínum. Mér og mörgum fleirum finnst leiðinlegt að sjá um 10.000, kr. teknar í gjöld. Allt fór þetta svona þegar við fengum um 5000 kr. uppbót til að borga af Útvarpinu en frítekjumark stóð í stað. Síðan hafa þingmenn og ráðherrar tvisvar fengið allgóða launahækkun, en Örykjabandalagið orðið að standa í stríði við stjórnina.
Virðingarfyllst,
Sigurður Þór Bjarnason,

Heill og sæll Sigurður.
Ég er sammála því sjónarmiði þínu að öryrkjar með lágar tekjur verði undanþegnir skatti. Það sem mér er hins vegar efst í huga núna er að samningurinn við Öryrkjabandala Íslands skuli ekki látinn koma að fullu til framkvæmda.
Með bestu kveðju,
Ögmundur

Fréttabréf