AÐ HRUNI KOMINN Desember 2003
Ég var að hlusta á Útvarp Sögu í morgun þar sem þið Guðjón
Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, ræddust við.
Þetta var ágæt umræða og hin rólegasta þar til undir lokin, að
kosningabaráttuna sl. vor bar á góma. Ég er hjartanlega sammála því
sem þú sagðir að það er kraftaverki næst hvernig...
Sunna Sara
Lesa meira
Það hefur verið vitað allt frá því Búnaðarbankinn var seldur að
bankastjórastóll væri ætlaður Guðmundi Haukssyni. En fyrst væri
rétt að brjóta sparisjóðakerfið niður og ná tökum á SPRON sem hefur
í viðskiptum marga og öfluga einstaklinga og félög. Eining hafði
skapast í stjórn SPRON um ráðahaginn og stofnfjárfestar undu vel
hag sínum því vel var boðið. Nú hefur komið upp einhver titringur
meðal stofnfjárfesta...
Bjarni
Lesa meira
Ég horfði á ykkur Pétur Blöndal takast á um SPRON málið á Stöð
tvö í gærkvöldi. Þetta samtal hefur verið talsvert í umræðu manna á
meðal í dag. Þarna varstu að ræða við mann sem sjálfur hefur
hagsmuna að gæta því eftir því sem ég best veit er hann
stofnfjáreigandi og kemur til með að hagnast um verulegar
fjárupphæðir ef þessi sala verður að veruleika. Nú vill svo til að
ég þekki svolítið til...
Hafsteinn Orri
Lesa meira
Meintur Íslandsmethafi í skattsvikum, Jón Ólafsson fyrrverandi
Skífuþeytara og eigandi Norðurljósanna, hefur nú höfðað mál gegn
Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Eina sem Davíð hefur unnið sér til
saka var að láta í ljósi þá sjálfsögðu skoðun sína, og túlkaði hann
þar vafalaust viðhorf meirihluta þjóðarinnar, að kaup Jóns í Bónus
í félagi, amk. að því er virðist, við Kaupþing-Búnaðarbanka á
meintum eignum Jóns bæri brag af verslun með þýfi...
Þjóðólfur.
Lesa meira
Sæll Ögmundur og takk fyrir fremur málefnalega framkomu í
stjórnmálum. Ertu ekki sammála mér í því að eftirlaunafrumvarpið sé
efnislega skylt tveim öðrum "hasarmálum" þ.e. Búnaðarb.kaupþings
látunum og öryrkjafrumvarpinu?: A) Búnaðarb.kaupþ.menn voru að
tryggja sér...
Bjarni G. Bjarnason
Lesa meira
Er Steingrímur J í felum?
Anna Fr. Jóh.
Sæl Anna. Þetta er stutt og skorinorð spurning. Svarið er
neitandi...
Lesa meira
Ég hef lengi undrast það viðhorf margra að það eigi að vera
einhvers konar lögmál að sumar stéttir eigi að hafa betri kjör en
aðrar. ..
Valdimar
Lesa meira
Ég fylgdist með því á BBC á sunnudaginn þegar ódámurinn og
hrakmennið Saddam Hussein gekkst undir ítarlega athugun sérfræðinga
eftir að hafa verið gómaður. Ég er ekki sleipur í dönskunni en
þykist þó hafa skilið að á honum hafi hvorki fundist kjarnorkuvopn
né efnavopn og var þó leitað bæði í hári og skeggi og eins í munni
og vafalaust ...
Varði Straumfjörð
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Ég er skoðanabróðir þinn í flestu og hef lengi
verið glaður að hafa mann eins og þig á þingi að berjast fyrir
okkur öll. Ég er með spurningu varðandi þetta blessaða
eftirlaunafrumvarp. Hver er þýðingin á bakvið það að mótmæla
opinberlega frumvarpi en sitja hjá í atkvæðagreiðslu á sama tíma ?
Maður hefði haldið...
Sveinn
Lesa meira
Þrándi hefur löngum skilist að í orðinu þingfararkaup fælist að
þingmenn fengju kaup fyrir að fara á þing og vera þar að
ljöggjafarstörfum. Nú er aftur á móti komið upp nýtt fyrirbrigði
sem vert er að gefa gaum að. Forsætisnefnd Alþingis hefur sem sé
lagt fram frumvarp til laga um kaup ráðherra þegar þeir eru farnir
af þingi og teknir að sinna öðrum áhugamálum en að stjórna landinu.
Forseti þingsins hefur sagt að ein helsta röksemdin fyrir
frumvarpinu sé sú að...
Þrándur
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum