AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2003
Sæll Ögmundur. Viðbrögð Friðriks Páls Jónssonar, ritstjóra
Spegilsins, við athugasemdum fyrrverandi borgarstjóra
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, núverandi útvarpsstjóra, eru
skiljanleg í ljósi tölvupóstsendinga þess síðarnefnda. Þeim sem
ekki búa í glerturni og hlusta á útvarp er ljóst að óttastjórn
Markúsar er að fara illa með útvarpið og þeir sem telja útvarpið
hafa hlutverk bregðast við þegar æðsti yfirmaðurinn dregur
tennurnar úr útvarpinu, ljóst en einkum leynt. Ég get ekki tekið
fyrir að rógsherferð sé í gangi gegn einhverjum starfsmönnum RÚV.
Ég sé að...
Ólína
Lesa meira
Mikil og neikvæð umræða hefur að undanförnu farið fram um
einkavæðinguna, frelsisvæðinguna í atvinnulífinu og einkaframtakið
sem blessunarlega hefur fengið aukið olnbogarými í okkar ágæta
samfélagi síðasta áratuginn eða svo. Tilefni neikvæðninnar og
niðurrifsstarfseminnar er dæmigert fyrir íslenska þjóðfélagsumræðu
sem er enn, þrátt fyrir allnokkra þéttbýlismyndun og vaxandi
menntunarstig landsmanna, algerlega úti í móa og snýst langoftast
um hreint og klárt smáfugladrit. Meira að segja ólíklegustu
menn...
Þjóðólfur
Lesa meira
Sæll, Ögmundur !
Átti reyndar ekki að vera spurnarform, en.......mikið andskoti
gladdi mitt fasíska hjarta, að sjá snuprur þínar til
nýgróðadrengsins Björgólfs Thors, í Fréttablaðinu, 12.XI.Virkilega
ánægjulegt að sjá hvernig þú hnykktir á Búlgaríuhneyksli
þessarra...
Óskar Helgi Helgason
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ég hafði virkilega gaman af pistli Þrándar sem birtist hér um
daginn. Gædd er grædd rúbbla nýju lífi, þar sem hann
fjallar um raunverulega eignaaukningu hinna nýju eigenda gömlu
ríkisbankanna. Þrándur fær upp miklu hærri upphæðir en aðrir með
því sem hann kallar hinar einföldu reikningskúnstir. Ég
held að hann sé nær sannleikanum en aðrir með sinni aðferðafræði.
En talandi um hinar einföldu reikningskúnstir, þá segir á síðu tvö
í Fréttablaðinu í gær...
Hafsteinn Orri
Lesa meira
Það hefði því verið nærtækara fyrir Samfylkinguna að álykta um að
hún styddi ríkisstyrkt umhverfisspjöll á hálendi Íslands ef það
glitti í peninga fyrir viðvikið. Sem og að Samfylkingin styddi ekki
þjóðaratkvæðagreiðslu ef það þjónaði ekki hennar hagsmunum.
Skammast þau sín fyrir málstað sinn í þessum efnum og reyna að
breiða yfir hann með fallegu orðalagi í landsfundarályktun?Að
lokum...
Jónína
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Fáir þekkja betur en þú aðstæðurnar sem skapast
þegar menn semja um kaup og kjör. Þú veist að stundum þarf að knýja
fram lausn með verkfalli, stundum knýr atvinnurekandinn fram vilja
sinn með afli, lögum, eða jafnvel bráðabirgðalögum. Það kemur líka
fyrir að menn ná farsælli lendingu í samningum þegar allir standa
upp frá borðinu sáttir og án átaka. Þetta síðast talda virðist hafa
gerst í sumar þegar stjórn Kaupþings&Búnaðarbanka lagði drög
að bónussamningi við stjórnarformanninn og forstjórann, þá
Sigurð og Hreiðar. Hingað til hefur
þjóðfélagið einblínt...
Ólína
Lesa meira
Sæll Ögmundur og þakka þér fyrir öfluga heimasíðu. Tilefni þess
að ég sendi inn þessa línur er það að ég sá að þú vitnaðir þar til
fréttar í Morgunblaðinu af raforkuráðstefnu VFÍ og TFÍ sem haldin
var 20.nóvember sl. Þar bentir þú réttilega á rakalausan
málflutning iðnaðarráðherra þegar kemur að því að réttlæta ný
raforkulög. Fulltrúi iðnaðarráðherra á ráðstefnunni notaði frasa
eins og "hefðbundin viðhorf hafa verið að breytast" og að "flest
þróuð ríki" hafa tekið upp einkavæðingu raforkugeirans eins og það
væri í sjálfu sér einhvers konar sönnun fyrir ágæti þessara
breytinga. Auk þess sem...
Kv.Helgi
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn svokallaðra jafnaðarmanna
hafa haldið á lofti nýrri framtíð i heilbrigðismálum landsmanna,
bæði framtíð þeirra sem hafa ráð á henni og hinna sem
fyrirsjáanlegt er að verða fyrir barðinu á nýfrjálshyggjunni.
Lausnin felst í markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins segja þeir. Það
er leiðinlegt að segja það en Össur Skarphéðinsson virðist á þessu
sviði svo grunnhygginn að raunalegt er upp á að horfa. Smæð
hans slík að mér er til efs að jafnaðarmannaleiðtogar hafi í
seinni tíð sýnt annað eins í orði og ljóst að hinar siðfræðilegu
gaddavírsgirðingar liggja við samfylkingarjörðina eða oní
henni. Það er ekki nóg fyrir
stjórnmálaleiðtoga að...
Ólína
Lesa meira
Nú á dögum er ekkert grín að brjóta hin æðri rök tilverunnar til
mergjar - einkum þann hluta þeirra sem snýr að peningum - , nokkuð
annað en áður fyrr á æskudögum Þrándar. Þá gaf Landsbankinn
skólabörnum bankabók með 10 krónu innistæðu undir kjörorðinu
Græddur er geymdur eyrir. Og ekki nóg með það: bankinn fylgdi þessu
,,markaðsátaki" eftir með því að gefa krökkunum kost á að kaupa
sparímerki. Þau átti að líma inn í bók eins og frímerkjasafn og
hækka innistæðu í bankanum um leið. Þannig var börnunum kennt á
gullaldarmáli að skilja gildi þess að spara. Síðan voru ungmenni
beinlínis skylduð með lögum til að spara...
Þrándur
Lesa meira
Nú hafa þau stórtíðindi gerst að fulltrúi karlmennskunnar og
Kópavogsbúa á Alþingi Íslendinga hefur flutt sitt annað þingmál
eftir að hafa vermt þingbekkina allar götur frá árinu 1999. Eftir
mikinn barning...
Varði Straumfjörð
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum