AÐ HRUNI KOMINN Maí 2003
Kosningabarátta Framsóknarflokksins var að mínu mati mjög vel
lukkuð að öllu leyti nema einu eins og ég varð áþreifanlega var við
þegar ég var kominn upp í rúm eftir spennandi kosninganótt. Lítum
fyrst á það sem var vel lukkað fyrir mína parta enda hef ég jú
alltaf reynt að halda því til haga sem vel er gert.
Tímóteus Þjóðólfsson
Lesa meira
Hvernig stendur á því að ráðherrar fengu launahækkun sem
samsvarar mínum launum með yfirvinnu? Hverjir eru í kjaradómi og af
hverju ákveða þingmenn ekki sín laun sjálfir? Halda þeir að þeir
geti falið sig á bakvið einhverja nefnd og þurfa því ekki að svara
fyrir þessar hækkanir?
Kveðja Andrés Kristjánsson
Lesa meira
Sæll Ögmundur og til lukku með þann árangur sem VG náðu. Mig
langaði að spyrja út í þetta með auglýsingar sem hluta af
kosningabaráttu, sem þið hafið gagnrýnt réttlætanlega að mínu mati.
Er með einhverju móti hægt að koma í veg fyrir þetta þannig að
réttlætanlegt verði og er ekki frekar áhyggjuefni að einhver hluti
fólks gleypir við þessu frekar en að flokkarnir (mis)noti þá
upplýsingaleið sem auglýsingar geta verið? Kveðja frá
Kaupmannahöfn
Hörður G.
Lesa meira
Sæll, Til hamingju með að komast inn fyrir Reykjavíkurkjördæmi
Suður. Ég vonast til að þú beitir þér af heilum hug við að koma
sjónarmiðum "okkar" vinstri grænna til skila bæði á Alþingi og
annarstaðar þar sem pólitísk umræða á sér stað.
Magnús H. Gíslason
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Skemmtilegt viðfangsefni vilji kjósenda. Nú liggur fyrir að
kjósendur vildu ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þeir höfnuðu
því að láta Davíð Oddsson vera lengur fyrsta þingmann okkar
Reykvíkinga í norðurkjördæminu, þeir hafna áherslum Vinstri
hreyfingarinnar græns framboðs og refsa Sjálfstæðisflokknum, - ef
marka má úrslit kosninganna! Er þetta svona einfalt og skýrt?
Ólína
Lesa meira
Þrjú stjórnmálagallerí hafa nú auglýst vörur sínar látlaust í
tvo mánuði í blöðum, útvarpi og stjónvarpi. Ekki nenni ég að eyða
orku minni í Sjálfstæðisgalleríið enda eru þar alltaf sömu verkin
gömlu meistaranna í boði.
Þjóðólfur
Lesa meira
Fyrir svo sem eins og fjörutíu árum heyrðum við fyrstu
bítlalögin leikin í Útvarpinu og allt í einu varð eins og framtíðin
yrði áþreifanlegri. Við settum upp bleikan varalit stöllurnar og
löbbuðum í bæinn á bleikum drögtum og vorum sjálfstæðar. Stundum
dróst fóðrið niður undan drögtunum og stundum rann undirpilsið
niður þannig að það flaggaði eins og þetta var kallað.
Ólína
Lesa meira
Kvífa er hún kölluð eftir framburði, írska hetjan Caoimhe
Butterly, sem lifði af skotárás Ísraelshers í Jenin er hún var að
bjarga börnum úr skothríðinni. Þeir miðuðu á hana og skutu í læri,
hlutverkaskipti urðu og börnin björguðu henni, drógu hana úr
skotlínunni og henni var bjargað á sjúkrahúsið í Jenin þar sem hún
lá lengi medan hun var að jafna sig.
srh
Lesa meira
Sæll Ögmundur
Nú þegar líða fer að kosningum eru aðal kostningaloforðin
skattalækkanir og bætt kjör til almennings sem er gott. Það er
kominn tími til að hinir almennu borgarar þessa lands fái að njóta
þess góðæris sem sífellt er verið að tala um. Það furðar mig
hinsvegar að einungis er nefnd til sögunnar skattalækkun og
ekki nefnt að afnema verðtryggingu lána sem er hið eina
raunverulega vandamál almennings.
Kristinn Ingi Jónsson
Lesa meira
"Maður á að neita staðreyndum ef þær koma sér illa". Þetta eru
fleyg orð stassjónista Halldórs Laxness í Heimsljósi þar sem hann
og Þríhrossið þvælast um við skál. Annar stassjónisti notar
nákvæmlega sama orðlag þegar hann neitar fátæktinni í núinu.
Ólína
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum