Þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn

Kæri Ögmundur! Nú þegar bandarísk stjórnvöld hafa að mestu kastað lýðræðisgrímunni - a.m.k. hvað alþjóðasamfélagið snertir - og bandaríski herinn fremur níðingsverk í fjarlægum löndum er ekki kominn tími til að hefja baráttuna gegn veru þessa sama hers hér á landi aftur hærra í umræðuna? Hamra skal járn meðan heitt er. Ólíklegt er að kratarnir séu fáanlegir til að hafa brotthvarf hersins í málefnasamningi komandi ríkisstjórnar - en þeir gefa sig út fyrir að vera hrifnir af þjóðaratkvæðagreiðslum. Hvernig væri að Vinstrihreyfingin beitti sér fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla um brottför hersins kæmist inn í væntanlegan málefnasamning? Kosið gæti verið um tillögur í svipuðum anda og þær sem ekki náðu fram að ganga fyrir 30 árum.
Bestu kveðjur, Haukur Þorgeirsson

Heill og sæll Haukur
Góð hugmynd.
Kveðja, Ögmundur

Fréttabréf