AÐ HRUNI KOMINN Mars 2003
Ekki hefði ég nú trúað því að óreyndu að forsætisráðherra færi
að veifa stolnum fjöðrum til að halda landsfundarfulltrúum sínum
vakandi yfir þeim ræðudoðranti sem hann þuldi yfir félögum sínum.
Inn á milli þeirra náttúruhamfara sem hann boðaði þjóðinni ef
hægrimenn héldu áfram völdum stakk hann kvæðum og kviðlingum,
fáeinum til dálítillar uppörvunar, og m.a. þessum:
Jón Bisnes
Lesa meira
Kæri Ögmundur.
Ég vil byrja á því að þakka fyrir öflugt starf sem mér finnst þú
vera að vinna. Það sem vakir fyrir mér er afstaða Íslands í
Íraksstríði. Fyrir utan það að lögmæti ríkisstjórnarinnar er ekkert
í þessu máli, eins og mörgum öðrum, þar sem einungis þriðjungur
þjóðarinnar telur að afstaða Íslands í þessu skítamáli öllu sé
réttlætanlegt, þá tel ég að kafa verði aðeins dýpra í
málið.
Kv. Gunnar Sigurðsson
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ósköp þykja mér fjölmiðlarnir okkar oft vera sofandalegir. Eða
getur það verið að mér einum finnist undarleg framkoma
Framsóknarflokksins við öryrkja og samtök þeirra?
Öryrki
Lesa meira
Ein af þeim röksemdum fyrir stríði í Írak sem Bush
Bandaríkjaforseti og helstu haukarnir í kringum hann báru á borð
fyrir eigin þjóð og umheiminn, var sú að Írakar stefndu að
kjarnorkuvopnaframleiðslu.
Helgi
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Ég horfði nýlega á þáttinn Ísland í dag á
stöð 2 og þar var meðal annars viðtal við Þóreyju Eddu sem er í
framboði við VG í suðvestur kjördæmi. Þar gerði hún lítið úr
þeim störfum sem verða til í álveri á Reyðarfirði þar sem þetta
verði nánast eingöngu störf fyrir verkafólk, það væri nær að
búa til störf fyrir menntað fólk.
Sigurbjörn Halldórsson
Lesa meira
Hér með skora ég undirritaður á Davíð Oddsson forsætisráðherra
til umræðna á opinberum vettvangi um skattamál. Þar sem
ríkissjónvarpið ber hlutleysisreglunni við - að endilega þurfi að
draga alls kyns kverúlanta inn í okkar tveggja turna tal - hefi ég
samið við sjónvarpsstöðina Omega um beina útsendingu frá fundi
okkar sem ég helst mundi vilja að fram færi í Laugardalshöllinni
enda má búast við fjölmenni.
Jón Bisnes
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Ég lýsti því á dögunum að ég drægi í efa
þekkinguna sem ákvarðanir í utanríkismálum byggjast á. Ég er
ekki að tala um skoðanir stjórnarmálamanna, tilfinningar þeirra,
eða áróðursbrögðin sem þeir, og embættismenn þeim hliðhollir,
beita. Ég er að tala um þekkinguna.
Ólína
Lesa meira
Ég er hreinlega gáttaður á heimsku og dómgreindarleysi
þingmannanna sem styðja árásina á Írak. Yfirlýsingar þeirra í
fjölmiðlum eru með ólíkindum. Kinnroðalaust lýsa þau því yfir að
þau styðji árás Bandaríkjamanna og Breta á Írak.
Grímur H.B.
Lesa meira
Ekki verður á fyrrverandi framsóknarmenn og núverandi
flokksbræður þína logið Ögmundur. Nú hafa þeir kumpánar Jón Bisnes
og Ormur á Kögunarhóli tekið gamlan húsgang úr hreppunum og snúið
honum upp í níð um flokk Jónasar frá Hriflu eða Gunnar á
hólmanum.
Fróði á Rofabarði
Lesa meira
Sæll. Er fræðilegur möguleiki að BNA hefðu beitt einhverjum
efnahagslegum þvingunum á Íslendinga ef ríkisstjórn landsins hefði
ekki lagt blessun sína á yfirvofandi árás Rambush á Írak?
Grétar
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum