Fara í efni

Úrlausn fyrir Byrgið strax

Ég hef búið í Byrginu í rúm fimm ár og verið starfsmaður þar í á þriðja ár. Mér er því vel kunnugt um hvað þar fer fram og um gagnsemi starfsins fyrir alla þá ógæfusama einstaklinga sem ánetjast hafa vímuefnum og fengið lausn á sínum vanda í ranni Byrgisins. Ekki hefur heldur farið framhjá mér vandræðagangur stjórnvalda hvað varðar að greiða götu starfsins og koma því í öruggt húsnæði. Staðreindin er að sífellt fleiri sjá gagnið sem Byrgið er að gera fyrir samfélagið. Því vaknar sú spurning hjá bæði mér og fleirum hví málið sé ekki leyst til að tryggt sé að starfsemi Byrgisins geti haldið áfram að leiða ánetjað fólk eiturlyfja og áfengis til betra lífs. Við gerum kröfur til ábyrgra þingmanna, eins og þú Ögmundur ert, að þetta mál fái skjóta úrlausn. Þörfin er brýn, samfélagi öllu til heilla.
Með kveðju Konráð R. Friðfinnsson

Undir þetta get ég tekið heilshugar.
Ögmundur