AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2003
Grein séra Arnar Bárðar á heimasíðunni þótti mér góð. Hann gerir
það sem mér finnst flestir prestar vanrækja: Að skoða samtímann
undir kastljósi trúar og siðfræði. Prestum hættir því miður til að
forða sér út úr samtímanum og virðist líða best í þokukenndum heimi
þar sem ekki þarf að taka afstöðu - nema þá með almennu
orðagjálfri...
Guðfinna
Lesa meira
Áður hefi jeg ritað um meðferð veleðla forsætisráðherra á
Íslands fátæklingum og mætti hafa um hana mörgum sinnum fleiri orð.
Nú hefir hann einn ganginn enn reitt leiftursnöggt til höggs og
lemur tómthúsmanninn Jón Ólafsson frá Norðurljósadal, varnarlausan
- og ekki með reglustiku heldur með sjálfum veleðla
skattrannsóknarstjóra...
Jón Snorrason,
Skakkakoti við Reikjavík
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Gagnrýnislaus meðferð fjármálafregna í fjölmiðlum
er farin að fara í taugarnar. Mér finnst að í þjónkunarskyni við
viðskiptahagsmuni þeirra sem sýsla með fé annarra hafi nokkrir
fjölmiðlar tekið uppá því að birta svokallaðar fjármálafréttir svo
ótt og títt að enginn fréttatími virðist fullburða öðru vísi en ein
eða tvær fjármálafréttir séu uppistaða eða meginstoð
fréttatímans...
Ólína
Lesa meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum í
samfélaginu og á þessari heimasíðu við Hæstaréttadóminum um tveggja
ára fangelsisdóm Árna Johnsen. Sumir telja dóminn of þungan m.a.
Hafsteinn í ágætum pistli hérna fyrir stuttu þar sem hann telur
dóminn allt of þungan í samanburði við ofbeldisbrot af ýmsu
tagi.
Helgi Gunnlaugsson
Lesa meira
Að undanförnu hefur farið fram mikil leit að fátæku fólki hér á
landi. Forsætisráðherra Samfylkingarinnar er kominn á sporið eins
og hann kunngjörði á flokksráðstefnunni í Borgarnesi um
helgina.
Lesa meira
Þeir slepptu Þjóðmenningarhúsinu. Stjórnarflokkarnir voru í
ráðherrabústaðnum í gær, Davíð og Halldór. Þeir voru að kynna átak
í atvinnumálum. Miðstýrt, hugmyndasnautt og strípað...
Ólína
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Þú spyrð skiljanlega um refsinguna og þjáningu
fórnarlambsins. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei sé hægt að ákvarða
refsingu sem fall af þjáningu þolandans af því þjáningin er ekki
algild heldur einstaklingsbundin. Ég er sömuleiðis þeirrar skoðunar
að ekki sé hægt að setja algildar reglur um það hvernig samfélagið
á að koma til móts við fórnarlömbin félags-og fjárhagslega eins og
þú nefnir...
Hafsteinn
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Mér finnst hæstaréttardómurinn yfir Árna Johnsen
harðneskjulegur. Hann braut vissulega af sér og á skilið refsingu,
en hugsum þetta út frá refsingunni, tveggja ára
fangelsisdómnum...
Hafsteinn
Lesa meira
Ég hef búið í Byrginu í rúm fimm ár og verið starfsmaður þar í á
þriðja ár. Mér er því vel kunnugt um hvað þar fer fram og um
gagnsemi starfsins fyrir alla þá ógæfusama einstaklinga sem
ánetjast hafa vímuefnum og fengið lausn á sínum vanda í ranni
Byrgisins...
Með kveðju Konráð R. Friðfinnsson
Lesa meira
Tveir félagsfræðidoktorar skrá sig fyrir handriti sjónvarpsþátta
um þjóðmálaþróun á Íslandi á öldinni sem liðin er. Sá þeirra sem
reyndari er og þroskaðri er dr. Ólafur Þ. Harðarson. Í þætti fyrir
nokkru sagði dr. Ólafur litasjónvarpssöguna þekktu af Páli
Péturssyni, félagsmálaráðherra. Þessi saga er fræg í
endursögn kosningasmala íhaldsins, enda nutu þeir þess á kostnað
Páls, að segja bara hálfan sannleikann...
Ólína
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum