AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2003
Sæll Ögmundur.
Mér fannst mjög skrítið í fyrrakvöld að hlusta á Prófessorinn,
fulltrúa ríkisins í sérfræðinganefndinni sem falið var að
fara yfir Kárahnjúkajöfnuna sem Landsvirkjun setti upp með þeim
breytum sem þeim þóknaðist...
Bjarni
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Dagblaðsins eru þrjú stjórnarmynstur
helst inn í myndinni: Samstjórn Samfylkingar og Framsóknarflokks,
Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og loks áframhaldandi samstarf
núverandi ríkisstjórnarflokka...
MBK, Þorsteinn
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ef mynduð verður vinstristjórn eftir næstu kosningar, myndi VG
halda uppi mótmælum gegn stríðsáformum Vesturlanda, og mynduð þið
getað starfað í ríkisstjórn sem styddi stríð úti í heimi?
Héðinn Björnsson
Lesa meira
Kæri Ögmundur.
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lýsti á gamlársdag yfir
mikilli ánægju með stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar eftir að
skrifað hafði verið undir samninga um sölu Landsbankans...
Kveðja Arnar
Lesa meira
Álitsgjafar og fréttamenn hafa gert sér far um að upphefja
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fráfarandi borgarstjóra
Reykjavíkur, sem kosin var sem frambjóðandi Framsóknarflokksins,
óháðra, Samfylkingingarinnar og Vinstri grænna í fyrra á kostnað
Össurar Skarphéðissonar, formanns Samfylkingarinnar.Álitsgjafar og
fréttamenn hafa gert sér far um að upphefja Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur, fráfarandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem kosin var sem
frambjóðandi Framsóknarflokksins, óháðra, Samfylkingingarinnar og
Vinstri grænna í fyrra á kostnað Össurar Skarphéðissonar, formanns
Samfylkingarinnar.
Ólína
Lesa meira
Fulltrúar einkavæðingarflokkanna, og má þá ekki gleyma
forystumönnum Samfylkingarinnar, halda vart vatni yfir vel
heppnaðri sölu á Landsbankanum. Í því sambandi hefur mikið verið um
það rætt hversu merkilegir Samsonarnir séu því þeir séu með
kaupunum að færa erlent fjármagn inn í landið...
Með kveðju, Sigurður Árnason
Lesa meira
Blessaður Ögmundur.
Mér ofbauð að heyra afstöðu varaformanns Samfylkingarinnar
Margrétar Frímannsdóttur í Kastljósþætti Sjónvarpsins í gær til
sölu Landsbankans...
Kveðja, Anna Björnsdóttir
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
"Aftur sækir hor í nös" segir máltækið og á það vel við um formann
Samfylkingarinnar þessa dagana. Í útvarpinu í gærkveldi (2. jan.)
átti hann vart orð til að lýsa ánægju sinni yfir sölu Landsbankans
og í morgusárið var hann aftur mættur í stúdíóið til að mæra vini
sína, Björgúlfana. Lá nú leiðin alla leið til Búlgaríu - þangað sem
Íslendingar fóru forðum til að kaupa sér falskar tennur á
spottprís...
Kristinn
Lesa meira
Þrátt fyrir þá stórskotabyssu sem Samfylkingin eignaðist á
dögunum hefur Össur Skarphéðinsson lýst því yfir að hann verði
áfram formaður fylkingarinnar og jafnframt forsætisráðherraefni
hennar...
Brandur
Lesa meira
Þegar forsetinn talar þá hlustum við. Þannig er það og þannig á
það að vera. Og þegar forsetinn fjallar um mál sem hann ætti,
menntunar vegna og fyrri starfa, að geta boðið upp á skýr svör
og hnífskarpa greiningu þá ber okkur þegnunum að leggja við
hlustir því hér talar maður sem vill veita leiðsögn...
Ólína
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum