AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2003
Blessaður Ögmundur. Þú eins og aðrir landsmenn hefur eflaust
lesið allar yfirlýsingar stjórnvalda, nú síðast Páls Péturssonar,
um hvernig tryggja eigi starfsemina og ljúka því óvissu ástandi sem
verið hefur í húsnæðismálum Byrgisins í Rockville...
Kveðja Jón Arnarr
Lesa meira
Komdu sæll Ögmundur.
Þakka þér fyrir greinarnar um spilavítin sem birst hafa í blöðum að
undanförnu og síðan einnig á heimasíðunni. Ekki fannst mér
stórmannlegt af aðstandendum spilakassanna að reyna strax eftir að
sjónvarpið sýndi frábæra heimildarmynd um spilafíkn fyrir nokkrum
dögum að gera lítið úr vandanum...
Helga
Lesa meira
Ég er því hjartanlega fylgjandi að banna með öllu spilakassa. En
spurningin er hvort það verði einhverntímann hægt. Hvar á að draga
mörkin ? Munu forsvarmenn spilakassanna ekki setja fram rök eins og
: Hvað með lotto, happaþrennu, tipp og líklega má lengi
telja?
Bestu kveðjur Orri Hermannsson
Lesa meira
Sæll,Ögmundur, ég ætlaði ekki að spyrja þig að neinu, en mig
langaði að þakka þér fyrir öflugan stuðning og skilning gagnvart
spilafíkn, og hvetja þig til að halda áfram að leggja þessu lið,
s.s að fjárhættuspil verði bönnuð í framtíðinni í landinu, eins og
lögin segja reyndar að þau séu. Bestu kveðjur
Magnús
Lesa meira
Siv Friðleifsdóttir segir, í ljósi fylgishruns
Framsóknarflokkksins, að nú sé ekkert annað að gera en setja upp
"boxhanskana og fara út á akurinn" til að komast í meira návígi við
kjósendur. Ég segi nú bara eins og flokksbróðir hennar, fornkappinn
Guðni, að "allir sem hafa heyrn hljóta að sjá" að hún er hreinlega
að hóta kjósendum og kann það aldrei góðri lukku að stýra...
Kveðja, Egill Skallagrímsson
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
"Enginn getur með rökum dregið traust viðsemjenda okkar í efa."
Þetta sagði Björn Bjarnason, í umræðum í borgarstjórn þann 16.
janúar sl. þegar til umræðu voru tryggingar Reykjavíkurborgar á
lánum vegna Kárahnjúkavirkjunar...
Palli
Lesa meira
Menn hafa verið að lýsa eftir sáttum. Menn hafa farið þess á
leit að stríðandi fylkingar slíðruðu sverðin. Menn hafa sagt: Nú
hefur ákvörðun um virkjun og álver verið tekin og við verðum að
horfa fram á veginn...
Ólína
Lesa meira
Blessaður Ögmundur. Frá blautu barnsbeini hef ég verið
jafnaðarmaður. Sú jafnaðarstefna sem ég hef aðhyllst hefur byggst á
tveimur algerlega óaðskiljanlegum þáttum: Baráttu fyrir félagslegu
og efnalegu réttlæti annars vegar og heiðarlegum, opnum og
lýðræðislegum vinnubrögðum hins vegar. Sannast sagna setur mig nú
hljóðan við það sem er að gerast innan vébanda
Samfylkingarinnar;...
Hafsteinn
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Við erum strax farin að sjá hvað einkavæðing bankanna þýðir í raun.
Raufarhafnarhreppi sem er sveitarfélag í fjárhagsvanda hefur verið
neitað um almennt lán til hafnarframkvæmda hjá Landsbanka Íslands
sem hefur verið viðskiptabanki sveitarfélagsins öðruvísi en í formi
yfirdráttar á okurvöxtum...
Bjarni
Lesa meira
Kastljós ríkissjónvarpsins kynnti fyrir helgina Siv
Friðleifsdóttur umhverfisráðherra með kostulegum hætti. Ekki veit
ég hvort þú sást þáttinn Ögmundur en hann var að mörgu leyti
merkilegur af því þar sá maður glitta í innyflin á
umhverfisráðherra sem er dottin út af þingi ef marka má
skoðanakannanir...
Hafsteinn
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum