AÐ HRUNI KOMINN Desember 2002
Í grein í Mbl. 28. des. leggst Samfylkingarmaðurinn Valdimar Leó
Friðriksson á hnén og kvittar rækilega undir þá persónudýrkun sem
tröllríður íslenskum stjórnmálum þessa dagana. Víst er að
almenningi er ekki skemmt við lesturinn enda kominn með upp í kok
af ofurmennapólitíkinni...
Með nýárskveðju, Björn Á Björnsson
Lesa meira
Mjallhvít litla vann og vann
en vildi á dansleik fara.
Í hugum dverga bræðin brann.
Hún burt sér skyldi snara.
Dvergar vildu síðan sátt
og sögðust tilboð gera,
"það eina sem þú ekki mátt,
er að fara og vera".
Gísli Sigurkarlsson
Lesa meira
Blessaður.
Þú spyrð í hvaða texta ég vitni í skrifum mínum sem birtust hér á
síðunni 24/12. Tilvitnanirnar eru úr laglegustu sögu rithöfundar,
sem sendi frá sér smásagnasafn fyrir jólin. Hann er andstæðingur
þinn í stjórnmálum. Davíð Oddsson.
Kveðja
Hafsteinn
Lesa meira
Mér finnst skorta nokkuð á gagnrýni hjá ykkur í VG Ögmundur og
þið látið menn og fjölmiðlamenn komast upp með óþarflega mikla
manípúlasjón. Það var til dæmis einhver félagsvísindamaður sem
sagði á dögunum að Halldóri Ásgrímssyni ætlaði greinilega ekki að
takast að rétta Framsóknarflokk sinn við í Reykjavík.
Hafsteinn
Lesa meira
Heill og ævinlega sæll Ögmundur
Ég hef heyrt þá skýringu á upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari að
Adolf Hitler hafi reiðst gríðarlega aðfaranótt 1. sept. 1939 vegna
þess að íslensk kona neitaði honum um drátt...
Dolli
Lesa meira
Ungir jafnaðarmenn eru hamingjusamir þessa dagana enda hafa þeir
kvartað mjög undan því að Samfylkingin væri að sumu leyti dálítið
gamaldags og mosavaxið fyrirbæri. En nú er liðstyrkurinn kominn
fyrir nútímalega jafnaðarmenn með frjálshyggjulegu
hægriívafi...
Þorleifur
Lesa meira
Samfylkingin hefur árum saman lagt áherslu á tiltekna lausn í
kjördæmamálum. Flokkurinn samþykkti núverandi skipan, þá skipan sem
kosið verður eftir í vor, með hangandi haus og hálfréttri
hönd...
Hafsteinn
Lesa meira
Ögmundur.
Mig langar að vita hvernig ákvarðanatöku var háttað þegar Ísland
samþykkti aðild að loftárásum á Serbíu vegna Kosovo. Tóku Davíð og
Halldór þá ákvörðun upp á eigin spýtur eða var hún tekin í umboði
utanríkismálanefndar?
Kær kveðja, áfram Ísland, Friðrik
Lesa meira
Framsóknarmenn eru einstaklega ómálefnalegir þessa dagana enda
er hlutskipti þeirra ekki öfundsvert. Þeir hafa eftir bestu getu
reynt að þagga niður lýðræðislega umræðu um fyrirhugaðar
stóriðjuframkvæmdir á Austfjörðum...
Stefán
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Á undanförnum 10-15 árum hefur æ meir borið á umræðum um fátækt í
aðdraganda jólanna þótt auðvitað sé skorturinn ekki bundinn við
einn mánuð á ári...
Með kveðju, Gunnlaug Guðmundsdóttir
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum