Fara í efni

Um listaverkaránið í bönkunum

Bara að minna þig á ef þú bendir á gleymsku annara vegna málverka Landsbankans þá benda 4 fingur á þig sjálfan. Það er léleg framkoma að kenna öðrum um sem þú hefðir getað bent á áður en salan fór fram, en því miður þitt líf virðist snúast um nöldur en ekki stjórnmál. Með kveðju og von um jákvæða umræður og ábendingar áður en verk eru framkvæmd.
Finnbogi B. Ólafsson

Það er alltaf gott að heyra frá mönnum sem minna á jákvætt og uppbyggilegt hugarfar. Staðreyndin er sú að allt fram á þennan dag hef ég beitt mér gegn því að hlutur ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka verði yfirleitt seldur og hef ég fært fyrir þessu ítarleg rök. Þegar það hins vegar gengur eftir að bankarnir eru seldir þá er það lágmarkskrafa að áður hafi farið fram mat á þeim verðmætum sem er að finna innan veggja þeirra. Ef það hefur ekki verið gert þá er það ámælisvert og ástæða til að koma gagnrýni á framfæri. Hitt er svo annað mál og stærra og það er hvernig staðið hefur verið að sölu bankanna. Kaupendur virðast geta tekið inn kaupverðið á fáeinum árum og má í því sambandi benda á uppgjörstölur Búnaðarbankans sem birtar voru fyrir nokkrum dögum. Að þessu vík ég í pistlinum “Gleymskan er glópska.”, sem ég birti í gær.

Með kveðju, Ögmundur Jónasson