AÐ HRUNI KOMINN 2002
Í grein í Mbl. 28. des. leggst Samfylkingarmaðurinn Valdimar Leó
Friðriksson á hnén og kvittar rækilega undir þá persónudýrkun sem
tröllríður íslenskum stjórnmálum þessa dagana. Víst er að
almenningi er ekki skemmt við lesturinn enda kominn með upp í kok
af ofurmennapólitíkinni...
Með nýárskveðju, Björn Á Björnsson
Lesa meira
Mjallhvít litla vann og vann
en vildi á dansleik fara.
Í hugum dverga bræðin brann.
Hún burt sér skyldi snara.
Dvergar vildu síðan sátt
og sögðust tilboð gera,
"það eina sem þú ekki mátt,
er að fara og vera".
Gísli Sigurkarlsson
Lesa meira
Blessaður.
Þú spyrð í hvaða texta ég vitni í skrifum mínum sem birtust hér á
síðunni 24/12. Tilvitnanirnar eru úr laglegustu sögu rithöfundar,
sem sendi frá sér smásagnasafn fyrir jólin. Hann er andstæðingur
þinn í stjórnmálum. Davíð Oddsson.
Kveðja
Hafsteinn
Lesa meira
Mér finnst skorta nokkuð á gagnrýni hjá ykkur í VG Ögmundur og
þið látið menn og fjölmiðlamenn komast upp með óþarflega mikla
manípúlasjón. Það var til dæmis einhver félagsvísindamaður sem
sagði á dögunum að Halldóri Ásgrímssyni ætlaði greinilega ekki að
takast að rétta Framsóknarflokk sinn við í Reykjavík.
Hafsteinn
Lesa meira
Heill og ævinlega sæll Ögmundur
Ég hef heyrt þá skýringu á upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari að
Adolf Hitler hafi reiðst gríðarlega aðfaranótt 1. sept. 1939 vegna
þess að íslensk kona neitaði honum um drátt...
Dolli
Lesa meira
Ungir jafnaðarmenn eru hamingjusamir þessa dagana enda hafa þeir
kvartað mjög undan því að Samfylkingin væri að sumu leyti dálítið
gamaldags og mosavaxið fyrirbæri. En nú er liðstyrkurinn kominn
fyrir nútímalega jafnaðarmenn með frjálshyggjulegu
hægriívafi...
Þorleifur
Lesa meira
Samfylkingin hefur árum saman lagt áherslu á tiltekna lausn í
kjördæmamálum. Flokkurinn samþykkti núverandi skipan, þá skipan sem
kosið verður eftir í vor, með hangandi haus og hálfréttri
hönd...
Hafsteinn
Lesa meira
Ögmundur.
Mig langar að vita hvernig ákvarðanatöku var háttað þegar Ísland
samþykkti aðild að loftárásum á Serbíu vegna Kosovo. Tóku Davíð og
Halldór þá ákvörðun upp á eigin spýtur eða var hún tekin í umboði
utanríkismálanefndar?
Kær kveðja, áfram Ísland, Friðrik
Lesa meira
Framsóknarmenn eru einstaklega ómálefnalegir þessa dagana enda
er hlutskipti þeirra ekki öfundsvert. Þeir hafa eftir bestu getu
reynt að þagga niður lýðræðislega umræðu um fyrirhugaðar
stóriðjuframkvæmdir á Austfjörðum...
Stefán
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Á undanförnum 10-15 árum hefur æ meir borið á umræðum um fátækt í
aðdraganda jólanna þótt auðvitað sé skorturinn ekki bundinn við
einn mánuð á ári...
Með kveðju, Gunnlaug Guðmundsdóttir
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum