Eldri greinar Júní 2007
Í fréttaviðtali var Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri hjá
Geysi Green Energy, sem nú reynir að komast yfir Hitaveitu
Suðurnesja, spurður hvort ekki væri hætta á því að einkavæðing
raforkugeirans gæti leitt til hærra raforkuverðs. Nei, Margeir
hafði ekki áhyggjur af því og sagði hann nokkurs misskilnings hafa
gætt í þessari umræðu. Þar sem virkur samkeppnismarkaður væri til
staðar, sagði hann, þá væri raforkumarkaðurinn eins og hver annar
markaður. Ef einn aðili hækkar verð á raforku þá flytji menn
viðskiptin til annars aðila. "Það er ekkert flóknara en
það", sagði þessi talsmaður fjárfestanna...Það sem ég hins
vegar sakna úr orðræðu Hafnarfjarðarkrata er sá tónn sem kemur frá
VG í Hafnarfirði og minnihlutanum í Reykjanesbæ. Eftirfarandi er
haft eftir Eysteini Jónssyni, bæjarfulltrúa minnihlutans á
eyjunni.is í dag...
Lesa meira

Gengi íslenskra dagblaða hefur verið sveiflukennt. Ég er alinn
upp við blaðaútgáfu sem endurspeglaði fjórflokkinn: Mogginn var
blað Sjálfstæðisflokksins, Þjóðviljinn Alþýðubandalagsins,
Alþýðublaðið var málgagn Alþýðuflokksins og Tíminn
Framsóknarflokksins. Síðan voru vikublöð, Mánudagsblaðið fyrr á tíð
og Helgarpósturinn og síðan Pressan svo eftirminnilegustu blöðin
séu nefnd. Þegar komið var fram á níunda áratug síðustu aldar fór
að bera meira á gagnrýni á flokksmálgögnin. Fólk vildi það sem
kallað var "málefnaleg" fréttablöð en ekki "pólitísk". Fljótlega
fór gamla kerfið að riðlast, Tíminn varð að NT tímabundið og enn
síðar að Degi, Mogginn staðhæfði að hann væri ópólitískur í
fréttaskrifum og stæði öllum skoðunum opinn og úr öðrum
ritstjórnarskrifstofum heyrðust svipuð hljóð. Ekki má gleyma Vísi
og DV sem alla tíð kváðust vera óháð fréttablöð. Landsbyggðablöðin
eru heldur ekki ný af nálinni...
Lesa meira
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað skýri þær tilfæringar
sem nú eiga sér stað við slitin á Samvinnutryggingum. Nokkrar
blaðagreinar hafa birst um efnið en tilefnið hefði ég haldið að
kallaði á miklu meiri umfjöllun. Ég vona að
Fjármálaeftirlitið hafi kannað málið og viðskiptaráðherrann að sama
skapi svo hann verði undir það búinn að skýra þessi mál fyrir hönd
eftirlitsaðila þegar Alþingi kemur saman...Án þess að ég
geti fullyrt eitt eða neitt um ráðstöfun fjármuna Samvinnutrygginga
í þágu flokksgæðinga Framsóknarflokksins þá leyfi ég mér engu að
síður að fullyrða að Þórólfur Gíslason hefur eflaust komist nærri
því að slá heimsmet í óskammfeilni í framangreindu viðtali. Í
viðtalinu kveðst hann ekki átta sig neitt á því hvað átt sé við með
S-hópnum! Hann kunni engin skil á honum!! Ætli...
Lesa meira
...Á meðal eldra efnis var endurfluttur þáttur Gunnars
Stefánssonar frá árinu 1997 með upplestri Andrésar
Björnssonar, fyrrverandi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins.
Andrés Björnsson fór fyrir Ríkisútvarpinu í nær tvo áratugi. Andrés
var mikill andans og menningarinnar maður og lyfti öllu því sem
hann kom nærri á æðra plan. Þessi ágæti þáttur Gunnars
Stefánssonar, Sumarið og landið, minnir á mikilvægi þess
að hlú að íslenskri menningu og þeim gildum sem hún hvílir á. Ég er
sannfærður um að gróskumikil og innihaldsrík menning er sá besti
jarðvegur sem hugsast getur fyrir sköpunarkraft og frjóa hugsun með
þjóðinni. Menningararfur þjóðarinnar hefur reynst henni gott
vegarnesti - og án nokkurs efa er það varanlegra en...
Lesa meira

...Þetta er heimurinn sem nú hefur skammtað Davíð Oddssyni
launahækkun á mánuði sem nemur hærri upphæð en mánaðarlaun
láglaunamanns. Einu sinni arkaði Davíð, þá forsætisráðherra, niður
í Búnaðarbanka að taka út einhverja aura sem hann átti þar til að
mótmæla því - að því er mig minnir - að rekendur bankans væru að
hygla sjálfum sér. Davíð Oddsson situr nú sem fastast þegar
krónurnar streyma í hans eiginn vasa. Hann veit sem er að hann er
fórnarlamb þotuliðsins; milljarðamæringanna sem halda Íslandi í
gíslingu og innleiða misrétti á öllum sviðum þjóðfélagsins...Alveg
eins og forsætisráðherrann sem mótmælti hefur verkalýðshreyfingin
oft arkað niður á Lækjartorg og mótmælt því þegar hálaunamenn hafa
hrifsað til sín margfalt hærri laun en almenningur nýtur. Spurning
er hvort ...
Lesa meira

Í dag var haldin menningarhátíð í Munaðarnesi. Opnuð var sýning á myndlist Guðbjargar Hákonardóttur, Guggu, en verk hennar verða til sýnis í allt sumar í félagsmiðstöð orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi. Þar rekur Ásta Hrönn Stefánsdóttir veitingastað með glæsibrag og er óhætt að mæla með honum. Á menningarhátíðinni las Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur úr verkum sínum við afar góðar undirtektir og þrjár stórkostlegar tónlistarkonur léku fyrir hátíðargesti töfrandi tónlist. Það voru þær Auður Hafsteinsdóttir, sem lék á fiðlu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Steinunn Birna Ragnarsdóttir á píanó. Vel á annað hundrað manns sóttu hátíðina sem mæltist afar vel fyrir. Ég hef verið á þessum menningarhátíðum frá upphafi og er ánægjulegt að sjá...
Lesa meira
Laugardaginn 9. júní kl. 14 verður opnuð sýning á verkum
myndlistarkonunnar Guðbjargar Hákonardóttur,
Guggu í miðstöð orlofsbyggða BSRB í
Munaðarnesi í Borgarfirði. Af þessu tilefni er efnt til
menningarviðburðar þar sem ýmsir fremstu listamenn okkar koma fram.
Steinunn Sigurðardóttir, rihöfundur les úr verkum
sínum og flutt verður tónlist. Auður
Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu, Bryndís Halla
Gylfadóttir leikur á selló og Steinunn Birna
Ragnarsdóttir leikur á píanó. Að þessu loknu verður boðið
upp á...
Lesa meira

... Hluti af fyrirbyggjandi starfi er síðan góð löggæsla.
Sýnileg löggæsla á götum úti leiðir án efa til þess að
ofbeldissinnað fólk situr á sér. En það kostar peninga að fjölga í
lögreglunni. Þess vegna er nú leitað að ódýrari lausnum. Svo
virðist sem borgaryfirvöld séu í fullri alvöru að leita fyrir sér
hjá öryggisfyrirtæki, Dyravörðum ehf., um að taka að sér
öryggiseftirlit í borginni. Samkvæmt því sem fram hefur komið í
fréttum er rætt um að fyrirtækið fái heimild til að annast
"borgaralegar handtökur"! Hvað er "borgaraleg handtaka"? Er það
ekki...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum