Eldri greinar 2005
...Menn tengja gjarnan það besta í gjörðum okkar kristinni
arfleifð. Það sækir mjög á hugann að þetta sé hreinlega rangt. Hvað
með upplýsinguna, heimspeki almennt og hvað með heilbrigða
skynsemi, er virkilega ekki eitthvað innbyggt í okkur öll sem má
kalla því nafni? Mjög hrár bókstafsboðskapur sem berst úr kirkjunum
- stundum útvarpað - finnst mér hreinlega óþægilegur, áreitinn án
þess að vera vekjandi og uppbyggilegur. Iðulega hefði ég fremur
kosið að heyra heimspekifyrirlestur eða gott ljóð.
Séra Gunnar Kristjánsson á
Reynivöllum í Kjós höfðaði hins vegar mjög
sterkt til mín í útvarpsmessu á föstudaginn langa. Kannski vegna
þess að predikun hans var í senn heimspeki og ljóð. Efinn fær líka
að vera til í boðskap hans: ".. Raunar er efinn samofinn
trúnni, því að engin trú er hugsanleg án efa - og skyldi nokkur efi
vera til án trúar? Trú er ekki í því fólgin að leggja trúnað á
hvaðeina sem sagt er og þaðan af síður að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 27.03.05
Nú kemur á daginn að stuðningshópur Bobbys Fischers ætlar ekki að
láta staðar numið heldur skoða mál fleiri einstaklinga sem frelsa
má úr ómannúðlegri prísund. Ungur maður af íslensku bergi brotinn,
fórnarlamb fordóma og miðaldahugsunar í bandarísku dómskerfi, hefur
verið nefndur í því sambandi.
Þannig gæti mál Fischers orðið fordæmi að tilraunum Íslendinga til
að láta gott af sér leiða í mannréttindabaráttu. Það er hins vegar
ein hætta í málinu...
Lesa meira
Fyrir nokkru síðan færði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mér að gjöf hlutabréf í Landsbankanum hf. Hlutabréfið var upp á 300 krónur og sagði Pétur að hér eftir gæti ég ekki talað um braskarana á hlutabréfamarkaði án þess að horfa í eigin barm, og minnast þess að ég væri sjálfur í þessum hópi. Handhafi hlutafjár í Landsbankanum hf hlyti að gæta hófs í yfirlýsingum sínum. Margir höfðu lúmskt gaman af þessu uppátæki Péturs H. Blöndals. Þó held ég að flestum finnist innst inni að ...
Lesa meira
...Í Útvarpsráði sitja nú af hálfu Sjálfstæðisflokksins tveir
harðir frjálshyggjumenn þeir Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson og Andri Óttarsson. Sá
fyrrnefndi er sjálfur á kafi í fjárferstingabraski og gefur lítið
fyrir opinberan rekstur nema að sjálfsögðu þegar það þjónar
persónulegum hagsmunum hans. Andri er einnig á hægri kantinum og
skrifar ákaft gegn ríkisrekstri, þar með talið Ríkisútvarpinu, m.a.
á vefritinu deiglan.com þar sem hann er í ritstjórn. Eftrifarandi
má lesa í grein sem birtist sem ritstjórnarpistill og því á hans
ábyrgð á deiglunni.com. Greinin er prýðileg og málefnaleg fyrir
hans hatt. Það sem ég hins vegar gagnrýni er að
Sjálfstæðisflokkurinn komi til áhrifa í Ríkisútvarpinu mönnum sem
vilja stofnunina feiga. Sú var tíðin að
Sjálfstæðisflokkurinn var breiður flokkur sem...
Lesa meira
Röksemd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur,
menntamálaráðherra, fyrir að breyta Ríkisútvarpinu í
markaðsstofnun/SF er að innihaldi til eftirfarandi: Þá losnar
stofnunin við afskipti stjórnmálamanna; fólk eins og mig, það er að
segja ráðherrann sjálfan. Ef þetta er vandamálið kann
ég eitt ráð við því. Það er að ...
Lesa meira
...Sjálfstæðisflokkurinn setur yfirleitt til valda og
áhrifa menn í ríkisstofnunum sem hafa það yfirlýsta markmið að
eyðileggja ríkisrekstur.
Það er aumt hlutskipti frjálshyggjumanna, sem stæra sig af
andstöðu við ríkisrekstur og almannastofnanir, að hafa ekki meiri
sjálfsvirðingu en svo að taka að sér stjórn og umsjá
ríkisfyrirtækja þegar þeir sjá sér persónulegan hag í því. Nema
þeir telji það vera sérstaka köllun að láta planta sér innanbúðar
til að valda tjóni og usla og grafa þannig undan þeim
ríkisstofnunum sem þeim er treyst fyrir. Er það ef til vill
skýringin á framferði formanns útvarpsráðs, frjálshyggjumannsins
Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar í þessu og öðrum
ámóta málum sem upp hafa komið? Hefur hann sett sér það takmark að
eyðileggja RÚV? Hann hefur alla vega gefið menntamálaráðherra
Sjálfstæðisflokksins...
Lesa meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra,
kom fram í sjónvarpsfréttum og reyndi að sefa menn vegna
reiði yfir hegðan meirihluta útvarpsráðs við ráðningu fréttastjóra
útvarps. Það er að koma frumvarp sem boðar breytta stjórnsýslu
í RÚV, segir ráðherrann. Og undir þetta sjónarmið taka margir,
og segja að pólitískt kjörnir útvarpsráðsmenn eigi að heyra sögunni
til...Hin nánu tengsl Ríkisútvarpsins við Alþingi eru
einmitt þess valdandi að spilling og misbeiting valds er í fyrsta
lagi öllum ljós og í öðru lagi veldur fyrirkomulagið því að enginn
velkist í vafa um að öllum koma málefni stofnunarinnar
við. Þegar eitthvað bjátar á er málið umsvifalaust tekið
til umræðu á opinberum vettvangi. Viljum við breyta þessu?
Viljum við Stöðvar 2 fyrirkomulagið þar sem tiltölulega
nýráðinn fréttastjóri, Sigríður Árnadóttir, var rekinn
skýringarlaust enda þótt hún væri sögð hafa staðið sig afbragðs vel
í starfi. Grunur leikur á að mat eigenda væri að
hún yrði þeim ekki leiðitöm. Þess vegna burt með hana. Vilja menn
slíkt fyrirkomulag...
Lesa meira
Erindi á fundi SARK - Samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju
05.03.05.
Ég var beðinn um að svara því á þessum fundi hvaða skýringar ég
teldi vera á því að það virtist pólitískt viðkvæmt að ræða
spurninguna um aðskilnað ríkis og kirkju.
Svar mitt er á þá lund að viðfangsefnið er nokkuð flókið og að ýmsu
að hyggja þegar framtíðarstefna í afstöðu hins opinbera til trúmála
almennt er mótuð. Málið er tilfinningaþrungið og af þeim sökum
viðkvæmt - líka pólitískt. Ég sá í orðsendingu þar sem þessi fundur
er auglýstur að einn málshefjandinn um þetta fundarefni væri...
Lesa meira
Það kemur fyrir að prestar hreyfa við okkur í predikunum sínum.
Það gerði séra Gunnþór Þ. Ingson
sóknarprestur í Hafnarfirði fyrsta sunnudag í febrúar en þá
flutti hann áhrifamikla útvarpsmessu. Viðfangsefni séra Gunnþórs
voru stefnur og straumar sem nú leika bæði um íslenskt samfélag og
alþjóðasamfélagið í heild sinni. Hann hvatti okkur til að
sýna árvekni í umhverfismálum, þar þyrftum við að beita
okkur á alþjóðavettvangi, sömuleiðis
í mannréttindamálum...
Lesa meira
Áramótaávörpin, skaupið og annað hafa dunið yfir okkur þessi áramót eins og önnur. Sumt prýðilegt, annað ágætt, enn annað lakara og sumt ekki upp á marga fiska. Mér þykir Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri RÚV, eiga vinninginn þessi áramót. Hann hefur fundið aldeilis frábæra formúlu fyrir sitt framlag og framkvæmir hana mjög vel. Sennilega er hlutskipti Markúsar Arnar erfiðast allra áramótamanna. Hann kemur á skjáinn
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum