Eldri greinar Desember 2005
...Jón Múli ræddi um menningarlegt hlutverk
Ríkisútvarpsins og þar á meðal um varðveisluhlutverkið; í þessari
gamalgrónu stofnun hefðu verið varðveittar menningarminjar, sem
mikil áhöld væru um að hefðu varðveist ef fallvölt gróðafyrirtæki
hefðu haft varðveisluhlutverkið á hendi. Inn á þetta kemur
Ólafur Páll Gunnarsson, hinn kunni útvarpsmaður á
Rás 2 - umsjónarmaður Rokklands með meiru - í
aldeilis stórgóðu viðtali í nýútkomnu
Stúdentablaði. Málflutningur Ólafs Páls sver sig
rækilega í ætt við þær hefðir sem gert hafa Ríkisútvarpið að
stórveldi. Hann sýnir sögunni virðingu en er jafnframt opinn fyrir
nýjum tímum, víðsýnn og vill nema ný lönd...
Lesa meira
...Svo var að sjá að það hefði líka verið á forsendum
fyrirtækjanna sem efnt var til helgistundar í Grafarvogskirkju um
helgina. Fulltrúar Baugs Group, VÍS og Landsbankans reiddu þar fram
fyrir framan altarið milljónatugi til kaupa á orgeli fyrir
kirkjuna. "Þegar inn kom settust þeir inn í aðra leikmynd
kristninnar kaupsýslumennirnir. Nú settust þeir fyrir fram altarið,
þéttir á velli, í afskræmt afbrigði af síðustu kvöldmáltíðinni í
gerð Michelangelós og voru allt í senn persónur, leikendur og
gerendur í sjálfum kristindómnum og vestrænni menningu. Þeir voru
að gefa orgel, eða leggja fram innborgun, það skiptir ekki máli.
Presturinn rétti þeim eitthvað sem gat líkst ...
Lesa meira
...En þetta var semsé, að mati Matthíasar
Johannessen, "gott auðvald". Margir kölluðu þetta
"góða auðvald" Matthíasar Kolkrabba, en um áratugskeið
hafði hann undirtökin í íslensku þjóðlífi, og ekki alltaf til góðs
- fjarri því...Á sama hátt má beina spurningu til Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: Er alveg sama hvernig peningum
til barnahjálpar er safnað? Ég er ekki í vafa um að
börnin í Gíneu-Bissá kæra sig kollótt um það hvernig
fjármununum sem þau fá send er aflað. En gætu fjáröflunarleiðir
UNICEF orðið þess valdandi að samtökin
réðust síður í verkefni sem ganga gegn hugmyndum og hagsmunum hinna
auðugu velgjörðarmanna en ella hefði orðið? Spyr sá sem ekki veit,
en...
Lesa meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Páll Magnússon, útvarpsstjóri eiga ekki Ríkisútvarpið. Þjóðin á þá stofnun. Í Kastljósi í kvöld hafði ég á tilfinningunni að þau gerðu sér ekki grein fyrir þessu. Þau ræddu lagafrumvarp sem ekki hafði einu sinni verið lagt fram á Alþingi um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins, hvað þá að það byggði á breiðri samstöðu og sátt sem einhvern tímann var lofað varðandi breytingar á lögum um Ríkisútvarpið. Engin slík viðleitni hafði verið uppi. Stjórnarandstaðan kom af fjöllum – hafði ekki einu sinni séð frumvarpið í drögum. Samt var þetta rætt eins og allt væri klappað og klárt og sjónvarpsmenn voru svo ljónheppnir að menntamálaráðherra og útvarpsstjóri voru reiðubúin að sameinast í kynningarátaki í Kastljósi...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum