Eldri greinar Október 2005
Nokkur blaðaskrif hafa orðið síðustu daga í kjölfar Opins
bréfs til Samfylkingarfólks, sem ég birti í Morgunblaðinu
fyrir rúmri viku. Helgi Hjörvar skrifaði á meðal annarra ágæta
grein í Morgunblaðið þar sem hann vék að ýmsum málefnum, sem
Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin hafi verið sammála
eða ósammála um eftir atvikum en tilefni þessara greinaskrifa voru
einmitt möguleikar þessara tveggja flokka á samstarfi; nokkuð sem
ég hef talið fýsilegan kost. Enda þótt Helgi byði VG til samstarfs
í fyrirsögn greinar sinnar kom í ljós þegar sjálf greinin var lesin
að hann sá á þessu ýmsa annmarka og vék hann t.d. að kvótamálum með
eftirfarandi hætti...
Lesa meira
Í dag var haldin ráðstefna um vatn sem 7 almannasamtök stóðu að:
BSRB, Kennarasamband Íslands, Landvernd, Menningar og
friðarsamtök íslenskra kvenna, Náttúruverndarsamtökin, Samtök
starfsfólks fjármálafyrirtækja og Þjóðkirkjan. Frá því er
skemmst að segja að ráðstefnan var aldeilis mögnuð. Hafi einhver,
sem þessa ráðstefnu sótti haft efasemdir um að þetta umræðuefni
ætti erindi inn í íslenska samfélagsumræðu, þá hurfu þær sem dögg
fyrir sólu eftir því sem leið á ráðstefnuna. Ráðstefnugestir sátu
og hlustaðu hugfangnir á hvert erindið á fætur öðru. Fyrir mitt
leyti segi ég að þetta var einhver áhugaverðasta ráðstefna sem ég
hef sótt í langan tíma. Almennt held ég að þetta hafi verið...
Lesa meira
...Á sínum tíma var gumað af því að Eimskipafélag Íslands væri
óskabarn þjóðarinnar. Alþýða manna bæði hér á landi og í
byggðum Vestur-Íslendinga gáfu stórfé til að félaginu tækist
að sinna þjóðþrifaverkefnum, sjá um strandsiglingar umhverfis
landið og annast millilandasiglingar.Síðan komu nýir tímar.
Peningahyggja nær undirtökum. Burðarás kaupir Eimskipafélagið og
eftir kaupin lýsir forsvarsmaður Burðaráss yfir eftirfarandi um
eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins...Þá er það Flugfélag Íslands,
Icelandair sem nú er að finna undir hatti FL group. Flugfélag
Íslands á langa sögu sem helsta flugfélag þjóðarinnar og í
tímans rás hefur þjóðin jafnan komið því til bjargar þegar á hefur
þurft að halda. Forsvarsmenn FL group, leggja nú áherslu á að
þeir séu fyrst og fremst í forsvari
fyrir fárfestingaklúbb. Fl group sé ekki flugfélag þótt
klúbburinn eigi flugfélag. Gefum þeim sjálfum orðið á heimasíðu
klúbbsins...
Lesa meira
Birtist í Morgunpósti VG 18.10.10
...Hrafn vildi flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn, hækka
byggingu hér, lækka þar, til dæmis vildi hann sníða nýbyggingu ofan
af gamla Útvegsbankanum, núverandi dómshúsi við Lækjartorg,
endurskoða afstöðu okkar til fífilsins og sóleyjarinnar, en eins og
menn rekur ef til vill minni til fór grassláttur og reyting
"illgresis" mjög fyrir brjóstið á Hrafni. Þessar hugmyndir og
fleiri setti hann fram í litlum þætti í Ríkissjónvarpinu.
Tilgangurinn var augljóslega að kveikja umræðu, sem svo sannarlega
tókst enda bryddað á ýmsum snjöllum hugmyndum og okkur sýnt
sjónarhorn sem við flest hver höfðum ekki komið auga á. Þetta var
hið besta mál, líka hugmyndin um flugbraut á Lönguskerjum í
Skerjafirði! Hví ekki að hugleiða þann kost? Glæsilegt aðflug að
borginni! Svo fórum við að hugsa, alla vega sum hver...
Lesa meira
...Tvær spurningar til Geirs H. Haarde. Í fyrsta lagi, ef til
stendur að selja Landsvirkjun, hvers vegna ekki selja strax? Er
skýringin ef til vill sú, að fyrst þurfi að láta skattborgarann,
hreinsa upp skuldir og klára allar skuldbindingar sem gerðar hafa
verið í þágu fjölþjóðlegu álauðhringanna sem Landsvirkjun hefur
verið gert að þjóna? Þá fyrst og aðeins þá, sé vænlegt að bjóða
hnossið til kaups; er þetta ástæðan fyrir því að Geir vill bíða í
nokkur ár?
Síðari spurningin er þessi: Hver segir að lífeyrissjóðir séu
svokallaðir "langtímafjárfestar", sem formaður
Sjálfstæðisflokksins nefnir svo? Samkvæmt lögum, sem ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að, er lífeyrissjóðunum
beinlínis skylt að fjárfesta aðeins þar sem...
Staðreyndin er líka sú, að lífeyrissjóðirnir hafa verið harla kænir
braskarar á markaði og hafa haft það umfram aðra fjárfesta að þeir
eru ekki að hugsa um völd, aðeins ágóða. Eðlilegt er að nú sé spurt
hvort líklegt sé að einhver hugarfarsbreyting myndi eiga sér stað
hjá lífeyrissjóðunum ef peningar þeirra væru í hlutabréfum í
Landsvirkjun h.f.? Spyr sá sem...
Lesa meira
Setja má spurningarmerki við viðbrögð forsætisráðherra ekki
síður en við viðbrögð dómsmálaráðherra eftir úrskurð Hæstaréttar í
Baugsmálinu. Björn dómsmálaráðherra lýsti því yfir að dómskerfið
hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu og lögheimildir væru til
þess að ákæruvaldið héldi málinu til streitu. Þetta vakti hörð
viðbrögð enda mátti túlka yfirlýsingu ráðherrans sem afskipti
handhafa framkvæmdavalds af dómsvaldinu. Út af þessu varð að vonum
hvellur á Alþingi í upphafi þingfundar í gær.
Ekki tók betra við þegar leið á daginn. Þá boðaði Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra til fréttamannafundar þar sem hann hóf
að...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 03.10.05
Í skrifum Staksteina Morgunblaðsins fyrir fáeinum dögum er því
hafnað að sömu lögmál gildi um birtingu stolinna bréfa íslenskra
námsmanna í Austur-Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar, í
svokallaðri SÍA skýrslu, annars vegar og hins vegar um birtingu
"illa fengins" tölvupósts, sem nú birtist í Fréttablaðinu
og fleiri miðlum, um samskipti manna úr innsta valdakjarna
Sjálfstæðisflokksins. SÍA skýrslurnar hafi verið birtar á
stríðstímum: "Það var að vísu ekki heitt stríð heldur kalt en
stríð engu að síður. Í stríði gilda önnur lögmál og aðrar reglur en
á friðartímum." Staksteinahöfundur minnir síðan á
njósnastarfsemi stórveldanna hér á landi og annars staðar á þessum
tíma og kemst að þeirri niðurstöðu að sá tilgangur að kveða niður
kúgun kommúnismans hafi réttlætt birtingu bréfanna.
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum