Eldri greinar Ágúst 2005
Bergþóra Sigurðardóttr
, læknir, birtir í dag athyglisverða grein hér á síðunni í
dálkinum Frjálsir pennar. Greinin ber fyrirsögnina
Náttúra á heimsvísu. Bergþóra vill greinilega vekja okkur
til vitundar um þau verðmæti sem Ísland býr yfir.
Bergþóra setur fyrir okkur gátu, greinilega til að kveikja með
okkur áhuga...
Lesa meira
Seinni partinn í júlí birtist umhugsunarverð grein í Morgunblaðinu eftir séra Gunnþór Ingason, sóknarprest í Hafnarfirði en hann er jafnframt umsjónarmaður Krýsuvíkurkirkju fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands. Í greininni mótmælir séra Gunnþór fyrirhugaðri stríðsmyndatöku í Krýsuvík með Clint Eastwood í aðalhlutverki. Séra Gunnþór beinir athygli okkar að eftirfarandi...
Lesa meira
...Það er góðra gjalda vert að stofna til umræðu. Þá verður hins
vegar að gera þá kröfu að menn fari með rétt mál og sýni umæðunni
þannig einhverja lágmarksvirðingu. Vel má vera að Gunnar
Smári sé heiðarlega að lýsa skoðunum sem búa með honum.
Kannski er það ekkert undarlegt að maður með tvær milljónir á
mánuði í kaup vilji til nokkurs vinna að viðhalda heimi sem færir
honum slíkar tekjur og að lífssýn hans mótist af því. Fólk sem er á
lágum tekjum hefur hins vegar flest allt aðra sýn á tilveruna.
Fæstir trúa því að öll fengjum við blóm í haga með því að
ganga á enda brautina þar sem Gunnar Smári og félagar vilja vísa
okkur. Það hefur nefnilega verið...
Lesa meira
Stundum tala menn eins og auglýsingar séu í eðli sínu slæmar.
Það er fráleit alhæfing. Allt er undir því komið hvernig þær eru úr
garði gerðar, hvort þær eru upplýsandi og gefa rétt skilaboð um
vöru og þjónustu eða annað sem auglýst er, eða eru eintómt glamur
og byggja jafnvel á ósannindum. Mér finnst það síður en svo vera
keppikefli að losna við auglýsingar úr
Ríkisútvarpinu eins og nýr útvarpsstjóri,
Páll Magnússon, talar um og margir hafa tekið
undir. Ég væri því hins vegar fylgjandi að setja...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum