Eldri greinar 2005
...Jón Múli ræddi um menningarlegt hlutverk
Ríkisútvarpsins og þar á meðal um varðveisluhlutverkið; í þessari
gamalgrónu stofnun hefðu verið varðveittar menningarminjar, sem
mikil áhöld væru um að hefðu varðveist ef fallvölt gróðafyrirtæki
hefðu haft varðveisluhlutverkið á hendi. Inn á þetta kemur
Ólafur Páll Gunnarsson, hinn kunni útvarpsmaður á
Rás 2 - umsjónarmaður Rokklands með meiru - í
aldeilis stórgóðu viðtali í nýútkomnu
Stúdentablaði. Málflutningur Ólafs Páls sver sig
rækilega í ætt við þær hefðir sem gert hafa Ríkisútvarpið að
stórveldi. Hann sýnir sögunni virðingu en er jafnframt opinn fyrir
nýjum tímum, víðsýnn og vill nema ný lönd...
Lesa meira
...Svo var að sjá að það hefði líka verið á forsendum
fyrirtækjanna sem efnt var til helgistundar í Grafarvogskirkju um
helgina. Fulltrúar Baugs Group, VÍS og Landsbankans reiddu þar fram
fyrir framan altarið milljónatugi til kaupa á orgeli fyrir
kirkjuna. "Þegar inn kom settust þeir inn í aðra leikmynd
kristninnar kaupsýslumennirnir. Nú settust þeir fyrir fram altarið,
þéttir á velli, í afskræmt afbrigði af síðustu kvöldmáltíðinni í
gerð Michelangelós og voru allt í senn persónur, leikendur og
gerendur í sjálfum kristindómnum og vestrænni menningu. Þeir voru
að gefa orgel, eða leggja fram innborgun, það skiptir ekki máli.
Presturinn rétti þeim eitthvað sem gat líkst ...
Lesa meira
...En þetta var semsé, að mati Matthíasar
Johannessen, "gott auðvald". Margir kölluðu þetta
"góða auðvald" Matthíasar Kolkrabba, en um áratugskeið
hafði hann undirtökin í íslensku þjóðlífi, og ekki alltaf til góðs
- fjarri því...Á sama hátt má beina spurningu til Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: Er alveg sama hvernig peningum
til barnahjálpar er safnað? Ég er ekki í vafa um að
börnin í Gíneu-Bissá kæra sig kollótt um það hvernig
fjármununum sem þau fá send er aflað. En gætu fjáröflunarleiðir
UNICEF orðið þess valdandi að samtökin
réðust síður í verkefni sem ganga gegn hugmyndum og hagsmunum hinna
auðugu velgjörðarmanna en ella hefði orðið? Spyr sá sem ekki veit,
en...
Lesa meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Páll Magnússon, útvarpsstjóri eiga ekki Ríkisútvarpið. Þjóðin á þá stofnun. Í Kastljósi í kvöld hafði ég á tilfinningunni að þau gerðu sér ekki grein fyrir þessu. Þau ræddu lagafrumvarp sem ekki hafði einu sinni verið lagt fram á Alþingi um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins, hvað þá að það byggði á breiðri samstöðu og sátt sem einhvern tímann var lofað varðandi breytingar á lögum um Ríkisútvarpið. Engin slík viðleitni hafði verið uppi. Stjórnarandstaðan kom af fjöllum – hafði ekki einu sinni séð frumvarpið í drögum. Samt var þetta rætt eins og allt væri klappað og klárt og sjónvarpsmenn voru svo ljónheppnir að menntamálaráðherra og útvarpsstjóri voru reiðubúin að sameinast í kynningarátaki í Kastljósi...
Lesa meira
...Hér höfðar Náttúrulækningafélag
Íslands til Neytendasamtakanna. Ég vil
einnig nefna Samtök auglýsingastofa og þá ekki
síður embætti Talsmanns neytenda. Gísli
Tryggvason, sem nýlega hefur tekið við embætti Talsmanns
neytenda hefur sýnt lofsverða byrjun. Hann hefur heimsótt
félagasamtök og stofnanir og leitað eftir áliti þeirra um æskilegar
áherslur í starfi. Efast ég ekki um að Gísla Tryggvasyni á
eftir að takst að gera embætti Talsmanns neytenda að öflugu tæki í
neytendavernd... Augljóst er að embættið mun koma að lagasmíð og þá
einnig verða eftirlitsaðili gagnvart því að farið sé að lögum og þá
kannski einnig siðareglum. Ef þetta er réttur skilningur er
einboðið að embættið verði að hyggja að ábendingum
Náttúrulækningasamtaka Íslands...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 03.10.05.
Um síðustu helgi stóðu sjö samtök og stofnanir að ráðstefnu
um vatn undir yfirskriftinni Vatn fyrir alla. Samhliða
þessari ráðstefnu gáfu samtökin BSRB, Landvernd,
Náttúruverndarsamtök Íslands, Þjóðkirkjan, Kennarasamband Íslands,
MFÍK og SÍB út sameiginlega yfirlýsingu til að vekja athygli á
mikilvægi vatns og sérstöðu. Morgunblaðið gerði þessari ráðstefnu
mjög góð skil og í leiðara blaðsins 1. nóvember er fjallað um hana
og vitnað í yfirlýsinguna sem samtökin sjö standa að.
Í yfirlýsingunni er bent á að þótt enginn vatnsskortur sé á Íslandi
sé staðan...
Lesa meira
Í fréttum í morgunútvarpi fór Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, mikinn og sagði það ósannindi sem haldið hefði verið fram, að til stæði af hálfu Sjálfstæðisflokksins að selja Orkuveituna. Þetta þótti fréttastofu RÚV tilefni til að kynna fréttina á þá leið, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki einkavæða Orkuveituna. Þetta er ónákvæm nálgun...Þannig hefði verið fróðlegt að heyra hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri sammála Vinstrihreyfingunni grænu framboði um að ekki eigi að gera Orkuveituna að hlutafélagi, en það er afstaða, sem ég stóð í meiningu um að VG hefðu verið ein um áður en samkomulag náðist um það í R-listanum að gera Orkuveituna að sameignarfélagi...Hitt dæmið úr fréttamennskunni sem ég vil tína til, lýtur strangt til tekið ekki að hugtakanotkun heldur öllu fremur afstöðu...
Lesa meira
Nokkur blaðaskrif hafa orðið síðustu daga í kjölfar Opins
bréfs til Samfylkingarfólks, sem ég birti í Morgunblaðinu
fyrir rúmri viku. Helgi Hjörvar skrifaði á meðal annarra ágæta
grein í Morgunblaðið þar sem hann vék að ýmsum málefnum, sem
Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin hafi verið sammála
eða ósammála um eftir atvikum en tilefni þessara greinaskrifa voru
einmitt möguleikar þessara tveggja flokka á samstarfi; nokkuð sem
ég hef talið fýsilegan kost. Enda þótt Helgi byði VG til samstarfs
í fyrirsögn greinar sinnar kom í ljós þegar sjálf greinin var lesin
að hann sá á þessu ýmsa annmarka og vék hann t.d. að kvótamálum með
eftirfarandi hætti...
Lesa meira
Í dag var haldin ráðstefna um vatn sem 7 almannasamtök stóðu að:
BSRB, Kennarasamband Íslands, Landvernd, Menningar og
friðarsamtök íslenskra kvenna, Náttúruverndarsamtökin, Samtök
starfsfólks fjármálafyrirtækja og Þjóðkirkjan. Frá því er
skemmst að segja að ráðstefnan var aldeilis mögnuð. Hafi einhver,
sem þessa ráðstefnu sótti haft efasemdir um að þetta umræðuefni
ætti erindi inn í íslenska samfélagsumræðu, þá hurfu þær sem dögg
fyrir sólu eftir því sem leið á ráðstefnuna. Ráðstefnugestir sátu
og hlustaðu hugfangnir á hvert erindið á fætur öðru. Fyrir mitt
leyti segi ég að þetta var einhver áhugaverðasta ráðstefna sem ég
hef sótt í langan tíma. Almennt held ég að þetta hafi verið...
Lesa meira
...Á sínum tíma var gumað af því að Eimskipafélag Íslands væri
óskabarn þjóðarinnar. Alþýða manna bæði hér á landi og í
byggðum Vestur-Íslendinga gáfu stórfé til að félaginu tækist
að sinna þjóðþrifaverkefnum, sjá um strandsiglingar umhverfis
landið og annast millilandasiglingar.Síðan komu nýir tímar.
Peningahyggja nær undirtökum. Burðarás kaupir Eimskipafélagið og
eftir kaupin lýsir forsvarsmaður Burðaráss yfir eftirfarandi um
eignarhaldsfélag Eimskipafélagsins...Þá er það Flugfélag Íslands,
Icelandair sem nú er að finna undir hatti FL group. Flugfélag
Íslands á langa sögu sem helsta flugfélag þjóðarinnar og í
tímans rás hefur þjóðin jafnan komið því til bjargar þegar á hefur
þurft að halda. Forsvarsmenn FL group, leggja nú áherslu á að
þeir séu fyrst og fremst í forsvari
fyrir fárfestingaklúbb. Fl group sé ekki flugfélag þótt
klúbburinn eigi flugfélag. Gefum þeim sjálfum orðið á heimasíðu
klúbbsins...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum