Eldri greinar 2004
Þegar trúarbrögðin kallast á við samtíðina
Af Okkur - þökkum blandin gagnrýni
Auglýsingavald – Að kaupa sjálfan sig - Er vilji til enn meiri framfara?
Hér á síðunni voru fyrir nokkrum dögum reifaðar keninngar um valdatafl í Norðurljósum - og Stjórnarráði. Lesandi hafði spurt hvort verið gæti að sáttagjörð væri í smíðum á milli Norðurljósa og Stjórnarráðsins og væri þar komin skýringin á brottvikningu Sigurðar G. Guðjónssonar frá Norðurljósum. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu um síðustu helgi eru líkur leiddar að því að einmitt þetta hafi verið að gerast. En það var margt annað merkilegt og umhugsunarvert sem fram kom í grein Agnesar. Ég staldraði t.d. við eftirfarandi í framhaldi af...
Lesa meiraMorgunblaðið reynir að skýra "Norðurljósadílinn"
Fyrir nokkrum dögum beindi lesandi til mín spurningum um hræringarnar hjá Norðurljósum, sem ég ekki kunni svör við. Niðurlagsorðin í bréfinu voru þessi: "Eitt smáatriði í lokin. Fyrir okkur sem eru áhorfendur er eitt atriði í símabyltingunni óskiljanlegt. Talsmenn Norðurljósa halda ekki vatni yfir stjórnvisku Sigurðar G. Guðjónssonar, sem nú hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Við höfum fylgst með honum skylmast við forkólfa sjálfstæðismanna ..."...Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins kunna að vera komin svörin .... Þar er ítarleg fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur og er hún kynnt í forsíðufrétt. Þar segir m.a.: "að skiptar skoðanir eru á því hversvegna Sigurði G. Guðjónssyni, forstjóra Norðurljósa ,.. var skyndilega sagt upp störfum ...< i="">
Lesa meira" Það er stór synd að neyta aflsmunar”
Þjóðarblómið

Skemmtileg er sú hugmynd að láta kjósa um þjóðarblóm. Verst er að almennt er fólk ekki búið að átta sig á að atkvæðagreiðslan stendur yfir einmitt nú og fáir dagar til stefnu eða fram til 15. október. Valið stendur á milli sjö blóma sem eru: Blágresi, Blóðberg, Geldingahnappur, Gleym-mér-ei, Holtasóley, Lambagras og Hrafnafífa eða Fífa eins og hún yfirleitt er kölluð. Það er ásæða til að hvetja fólk til þátttöku og verð ég að segja að öll þau blóm sem komin eru í "undanúrslit" eru að mínu mati verðug til að verða þjóðarblóm okkar. Fyrir mitt leyti hef ég komist að niðurstöðu. Niðurstaðan varð Fífa. Að hún yrði fyrir valinu hjá mér hefði ég ekki trúað að óreyndu. Ég hef þegar kosið Fífuna og lét þar stjórnast af röksemdum Rögnu S. Sveinsdóttur í grein hennar í Morgunblaðinu nýlega....
Lesa meiraHamingjuóskir til Ólympíumeistara

...má segja að Kristín Rós Hákonardóttir, Jón Oddur Halldórsson og fleiri, sem nú síðustu daga hafa gert garðinn frægan á Ólympíuleikum fatlaðara íþróttamanna í Aþenu, hafi bætt um betur. Þau hafa unnið mikla sigra í sínum greinum, Kristín Rós bætti eigið heimsmet, vann gull og silfur og Jón Oddur vann til silfurverðlauna. Þetta á eflaust eftir að verða mörgu ungu fólki hvatning. En það sem meira er: Þetta á eftir að hvetja fatlað fólk til dáða. Þeir sem búa við fötlun þurfa að leggja harðar að sér en aðrir og eiga þeir aðdáun og lof skilið...
Lesa meiraAð gerast pensill hjá listmálara

Fyrir stuttu síðan hlotnaðist mér sá heiður að fá að taka þátt í listsköpun Önnu Hrefnudóttur, myndlistarkonu. Henni hugkvæmdist nefnilega að leita til nokkurra ein
Afreksfólk örvar aðra til dáða

Ef ég væri spurður hvort áherslu ætti að leggja á afreksíþróttir eða almanna-þáttöku í íþróttum myndi ég hallast að hinu síðarnefnda. Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Árangur afreksfólksins beinir nefnilega sjónum okkar hinna að íþróttunum, vekur áhuga okkar á þeim og ef rétt er á haldið getur örvað áhuga ungs fólks að stunda íþróttir. Enn er mér minnisstætt hvernig árangur Friðriks Ólafssonar í skákinni á sínum tíma virkaði sem vítamínsprauta á skááhugann...
Lesa meiraFrá lesendum
HVER BER ÁBYRGÐ Á ÍSLENSKU KJARNORKUVERUNUM?
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
HROSSAKAUP Á ALÞINGI OG FLEIRA UM BANKARÁN
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
EINKAVÆÐING GRÓÐANS
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
ÍSLANDSBANKI SELDUR
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
YFIRVOFANDI BANKARÁN
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
HÆTTA BÚIN LÝÐRÆÐI
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
FÁLKAORÐUNA VILJA FÁ
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
,,ÁRAMÓTINN 20-21‘‘
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
ENDURTEKIN BANKARÁN OG FEMINISTABYGGÐ
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
AÐ GEFNU TILEFNI
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Frjálsir pennar
Þórarinn Hjartarson skrifar: VALDHAFINN STÍGUR FRAM
Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...
Lesa meiraKári skrifar: ORKUMÁL SEM ORSÖK ÁTAKA OG ÁGREININGS
Mörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...
Lesa meiraKári skrifar: ÞAÐ ER MIKILL ÁBYRGÐARHLUTI AÐ SELJA SPRENGIEFNI
Leiðinlegasti dagur ársins er tvímælalaust gamlársdagur. Ekki vegna þess að hann sé í sjálfu sér verri en aðrir dagar ársins heldur vegna hins að honum er spillt með óþarfa hávaða, drykkju og látum. Það verður ekki afsakað með því að „þetta sé síðasti dagur ársins“. Sá ósiður, má segja plagsiður, hefur mótast á Íslandi að kunna sér ekki hóf í neinu. Það sást vel árin fyrir hrunið mikla þar sem „allir ætluðu að verða ríkir“ og helst á einni nóttu. Enginn mátti vera minni maður en næsti maður, ekki skulda minna en næsti maður, ekki ferðast minna en næstir maður eða byggja minna hús en ...
Lesa meiraÞórarinn Hjartarson skrifar: WORLD ECONOMIC FORUM OG "ENDURSTILLINGIN MIKLA"
... Kórónukreppan eykur misskiptinguna í samfélaginu. Það er óleystur félagslegur vandi að kapítalismi dagsins í dag þarf ekki allt þetta fólk til að halda uppi framleiðslukerfi sínu. Hvað á þá að gera við hina sem er ofaukið? Þeir breytast úr virkum samfélagsborgurum í ómaga. Borgaralaun þýðir að „launþeginn“ missir allt samband við atvinnulíf, vinnufélaga, stéttarfélag og sköpun í samvinnu við aðra. Sömuleiðis missir hann vopnið sem samstaðan gefur verkafólki til að bæta stöðu sína og breyta samfélaginu, og verður valdalaus.
Þar að auki: Það er fræðilega hægt að sjá fyrir sér sósíaldemókratískt velferðarríki (norrænt módel fyrir aldamót) þar sem meirihluti þegnanna væri iðjulaus á „sósíalnum“, en í harðkapítalískum heimi næstu ára og áratuga er það ekki fræðilegur möguleiki ...
...
Lesa meiraÞórarinn Hjartarson skrifar: HEIMSVALDASTEFNAN OG BANDARÍSKU KOSNINGARNAR
Trumpisminn sem pólitísk stefna tengist öðru fremur neikvæðri afstöðu til „hnattvæðingarstefnu“. Afstaða bandarískra stjórnvalda til þessa fyrirbæris er afgerandi hluti af stjórnmálum risaveldisins eina – og okkur hina jarðarbúana skiptir hún líka býsna miklu máli. „America is back“ hrópaði Joe Biden eftir kosninganóttina og vísaði til þess forustuhlutverks í alþjóðamálum sem Trumpstjórnin hefði sagt sig frá en skyldi nú tekið upp aftur.
Það er orðin viðtekin venja að kenna heimskapítalismann eftir 1990 við „hnattvæðingu“. Þetta er jafnframt það tímabil sem ...
Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS
Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...
Lesa meira