Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

27. Febrúar 2017

ŢÁTTASKIL Í GUĐMUNDAR- OG GEIRFINNSMÁLI

Arndís Soffía
Þá hefur Endurupptökunefnd loks fjallað um og kveðið upp úrskurði varðandi endurupptökubeiðnir dómfelldu og aðstandenda þeirra í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Niðurstaða nefndarinnar eftir að hafa fjallað um málið á þriðja ár var sú að fallast á endurupptöku á málum þeirra sem hlutu dóma fyrir meinta aðild að hvarfi þessara manna og fyrir að hafa ráðið þeim bana. Ekki var fallist á endurupptöku á málum vegna rangra sakargifta en það er vandséð hvernig hægt er að halda þeim þætti málsins aðskildum frá öðrum þáttum þessa máls. Því má reikna með því að það atriði muni koma til frekari skoðunar hjá dómstólum.

Áratuga barátta

Áratugalöng barátta dómfelldu og fjölskyldna þeirra hefur nú skilað þessum árangri, að ógleymdri vinnu og ráðgjöf þeirra lögfræðinga sem annast hafa mál þeirra. Lúðvík Bergvinsson ritaði greinargerðir og flutti málin fyrir aðstandendur Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar, Ragnar Aðalsteinsson talaði á sama hátt máli Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar og Guðjón Ólafur Jónsson gætti hagsmuna Alberts Klahn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar Aðalsteinsson kemur að þessum málum því árið 1997 fór með kröfu um endurupptöku á máli Sævars Ciesielski fyrir Hæstarétt, en hafði ekki erindi sem erfiði. Tveimur árum síðar reyndi Sævar að nýju og flutti þá mál sitt sjálfur. Niðurstaðan þá var sú sama.

Straumhvörf verða í málinu

Mikil hætta er var á því að málið hefði dagað uppi ef ekki hefði verið sett á laggirnar starfsnefnd undir formennsku Arndísar Soffíu Sigurðardóttir, sem hóf störf haustið 2011. Markmið með skipun nefndarinnar var að taka málið til gagngerrar athugunar og skoða það ofan í kjölinn í heild sinni. Með starfi nefndarinnar urðu að mínu mati í reynd straumhvörf í málinu. Nefndinni var veittur aðgangur að öllum gögnum málsins og skilaði vinna hennar miklum upplýsingum um rannsókn málsins sem nýttist í frekari vinnu.
Starfsnefndina skipuðu auk Arndísar, Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur. Með starfshópnum starfaði Valgerður María Sigurðardóttir, starfsmaður innanríkisráðuneytis og þá naut starfshópurinn sérstakrar sérfræðiráðgjafar dr. Gísla H. Guðjónssonar, réttarsálfræðings, en hann gaf einnig skýrslur fyrir endurupptökunefnd.

Ítarleg og vönduð vinna

Starfshópurinn vann um 500 síðna skýrslu. Þar voru í fyrsta sinn tekin saman öll gögn sem unnt var að finna um málið úr ólíkum áttum og keyrð saman í einn stóran gagnagrunn. Aldei áður hafði slík yfirsýn fengist yfir málið og aldrei áður hafði verið unnið sálfræðimat á framburðum hinna dómfelldu. Starfshópurinn vann skýrslu um athuganir sínar sem hún skilaði af sér þann 25. mars 2013.

Samantekt formanns

Þegar niðurstöður starfshóps innanríkisráðuneytisins voru kynntar á fréttamannafundi hinn 25. mars 2013 lagði Arndís Soffía Sigurðardóttir, formaður starfshópsins áherslu á eftirfarandi úr niðurstöðum hópsins:

  • Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.
  • Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.
  • Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.

Arndís sagði að í ljósi þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu að framburðir dómfelldra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir telji starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný. Starfshópurinn benti á nokkrar leiðir til að málunum verði yrði komið í tilhlýðilegan farveg:

  • Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.
  • Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.
  • Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna.
     

Byggt á vinnu starfshópsins

Á grundvelli skýrslu starfshópsins hófu fyrrgreindir lögfræðingar síðan að undirbúa umfangsmikinn rökstuðning fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju, auk þess sem aflað var frekari gagna. Settur var sérstakur saksóknari til að fara með málið fyrir ríkið, þar sem ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfan. Gaf settur saksóknari umsögn um endurupptökubeiðnirnar og setti fram eigin rökstuðning. Endurupptökunefnd hefur nú komist að fyrrgreindri niðurstöðu, nefnilega að heimila endurupptöku mála þeirra fimm sem hlutu dóm fyrir að vera valdir af hvarfi og bana þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974.

Hvar var sanngirnin?

Ég leyfi mér að furða mig á því að ekki hafi verið heimiluð endurupptaka á málum allra hinna dómfelldu enda höfðu verið færð rök að því að framburður og játningar allra hefði ekki verið trúverðugur og málið þar af leiðandi allt á sandi reist. Hafi endurupptökunefnd talið að einhverju væri ábótavant í rökstuðningi fyrir endurupptökubeiðni, liggur beinast við að spyrja hvers vegna ekki hafi verið gengið eftir því að fá þann rökstuðning eða upplýsingar sem á vantaði. Segir okkur ekki eitthvað, sem ég leyfi mér að kalla sanngjarnt og eðlilegt, að svo hefði átt að vera. Standi lög og reglur i vegi fyrir því að réttlæti nái fram að ganga verður að breyta þeim. Skorti upplýsingar til að málið geti hlotið endurupptöku þarf úr því að bæta. Ekki verður búið við svona hrópandi óréttlæti.
Fleiri en hinir dómfelldu eiga sárar minningar frá þessum málatilbúnaði öllum og eru þær þyngri en tárum taki. En það er önnur saga og breytir ekki því að játningar og sakargiftir voru framkallaðar með óréttmætum hætti, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Sjá: http://ogmundur.is/annad/nr/6615/

http://ogmundur.is/annad/nr/5940/


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  

12. September 2018

HAG-FRĆĐINGAR TIL LIĐS VIĐ SA

Kjararáðið kepptist við,
k
aupið hækka toppa.
Fjögur prósent fáið þið,
flóðið viljum stoppa.
Kári

23. Ágúst 2018

MEIRIPOKA-MENN HANNESAR

Meiri pokann margur vó,
Mammons trú þeir játa.
Í minni pokann mega þó,
menn við dauða láta.
Kári

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta