16.01.2026
ÞAKKIR TIL KRISTÍNAR, MÖGGU STÍNU, HJÁLMTÝS, BJARKAR OG ALLRA HINNA ...
Í dag settist sama sólin á Gaza svæðinu og hér við Ægisíðuna mína í Reykjavík þar sem ég tók þessa mynd. Og það sem meira er að hún gekk til viðar á svipuðum tíma uppúr fjögur hjá mér en klukkutíma fyrr að íslenskum tíma við austanvert Miðjarðarhafið enda á öðru tímabelti. En hvað eigum við Íslendingar og Gazabúar annað sameiginlegt en sólina? Ég er hugsi eftir lestur Dagbókar frá Gaza eftir Atef Abu Saif ...