Forsíða, síða: 4

Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, spyr í Fréttablaðinu í dag hvort geti verið að rekstraraðilar spilakassa standi í vegi fyrir hvers kyns úrbótum til að takmarka skaðsemi spilavíta: „Því spyrjum við okkur hvort Háskóli Íslands, HHÍ, Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg séu hreinlega að tefja málið og þæfa til þess eins að geta haldið ótrauð áfram rekstri spilakassa í núverandi mynd?“ ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.08.22
Ég held það hafi verið árið 2015, um það leyti sem Íslendingar voru að losa sig við hrægammana sem fjárfest höfðu í föllnu bönkunum og ýmsu öðru bitastæðu í bankahruninu og í kjölfar þess, að frétt birtist í blöðum sem ég í það minnsta staldraði við ...
Lesa meira

Í fréttum er okkur sagt að Hvassahraun sé enn til skoðunar fyrir nýjan flugvöll. Svo fullyrðir skoðunarnefndin sem hefur verið að rannsaka málið í nokkur ár. Eflaust verður þessu rannsóknarstarfi haldið áfram svo lengi sem nefndin verður á launum við athugnair sínar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem...
Lesa meira

... Hin ástæðan var sú að efna nokkurra mánaða loforð um að færa bóksafni ORG þjónustunnar, sem er til húsa við Skeljanes í Skerjafirði í Reykjavík, bók mína Rauða þráðinn sem kom út í byrjun þessa árs. Þykir mér heiður að því að safnið hafi bókina á sinni hillu ...
Lesa meira

... Jónas tekur undir með Kára og segir að með þessu nýja fyrirkomulagi opnist möguleikar á því að hlunnfara notendur: Snjallmælar gera það mögulegt að breyta orkuverðinu fyrirvaralaust. Það getur breyst frá klukkutíma til klukkutíma. Orkusalar geta því búið til svo flóknar gjaldskrár með hærra verði á daginn en á nóttunni, og á matartíma og utan, lægra um helgar en á virkum dögum og hæst kl 15- 19 á aðfangadag. Þá veit enginn í raun hvað hann er að borga fyrir rafmagnið nema ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.08.22.
... Hagsmunir auðvaldsheimsins kunna að hafa verið tryggðir með þessari aðferð. En skyldi heimurinn og við öll sem hann byggjum vera öruggari fyrir vikið? ...
Lesa meira

Mikil eftirsjá er að Drífu Snædal af forsetastóli ASÍ. Hún hefur lengi og af krafti látið að sér kveða í þágu launafólks og almannahagsmuna ekki aðeins sem forseti ASÍ heldur áður sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og enn fyrr í öðrum trúnaðarstörfum sem hún hefur gegnt innan verkalýðshreyfingar og í pólitísku baráttustarfi. Hún hefur verið ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.07.22.
Um miðjan júlí birtist hressilega herská grein í Morgunblaðinu. Yfirgangur skógræktarböðlanna var fyrirsögnin. Sennilega er það þetta sem átt er við þegar talað er um gagnsætt tungumál. Samt segir þetta ekki allt um boðskap höfundarins, Hildar Hermóðsdóttur. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að því fer fjarri ...
Lesa meira

...Það er vandaverk að veita rekstrarfjármagni inn í heilbrigðiskerfi sem tekur stöðugum breytingum og þarf að sinna breytilegum þörfum. Það er því skiljanlegt að hin vélræna lausn þyki fýsileg í stofnun sem talað hefur fyrir daufum eyrum fjárveitingarvalds en einnig fyrir fjárveitingavaldið því hún firrir það ábyrgð ...
Svo segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, sjá hér ...
Lesa meira

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks hafa nú undirritað fyrir hönd skattgreiðenda og tilvonoandi vegatollsgreiðenda annars vegar og Ístaks hins vegar nýjan „tímamótasamning“ um vegaframkvæmdir. Hann er í anda Nýju samvinnustefnunnar sem Sigurður Ingi innviðaráðherra kynnti á dögunum í nafni ríkisstjórnarinnar og hefur hingað til gengið undir heitinu einkaframkvæmd ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum