Forsíða, síða: 4

HVER ÆTLAR AÐ STÖÐVA SPILAFÍKILINN VIÐ SUÐURGÖTU?

spilakassar 2.JPG

Á hádegi í dag (þá var þessi mynd tekin) hafði Háskóli Íslands ekki látið loka spilavítum sem hann rekur undir því tælandi heiti Háspenna. Önnur mun heita Spennistöðin. Háskólahappdrættið vanvirðir þannig áskorun samtaka Áhugafólks um spilafíkn, Neytendasamtakanna, forseta ASÍ og formanns VR um að loka spilasölum og kössum á vegum happdrættisins tímabundið vegna COVID-19 veirunnar. 
Sama gildir um aðra rekstraraðila sem standa að Íslandsspilum, það er Rauða krossinn, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og SÁÁ. Þessir aðilar fengu sams konar áskorun. Einhvers staðar mun hafa verið komið upp sprittbrúsum svo ...

Lesa meira

ÞARF AÐ HAFA VIT FYRIR "GÓÐGERÐARSAMTÖKUM"?

spilakassar.JPG

Fyrir helgina birtist áskorun til Háskóla Íslands og Íslandsspila sem reka spilakassa fyrir Rauða krosssinn, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og SÁÁ um að loka tímabundið spilasölum og kössum á þeirra vegum vegna smithættu af völdum kórónaveirunnar. Undir áskoruninni eru nöfn formanna Áhugafólks um spilafíkn, ASÍ, VR svo og Neytendasamtaknna. Á vefsíðu Rauða krossins kemur fram að ...

Lesa meira

VERUM JÁKVÆÐ!Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.03.20.

Við eigum ekki að vera jákvæð í þeim skilningi að mælast jákvæð eins og það er kallað þegar fólk greinist  með sjúkdóm eða veiru eins og kórónaveiruna. Því færri jákvæðir - alla vega mjög jákvæðir - í þeim skilningi, þeim mun betra. Að sjálfsögðu. 

Hins vegar þurfum við á jákvæðni að halda gagnvart fólki sem er að gera allt það sem í þess valdi stendur til að vernda heilsu okkar. Þar er ég að sjálfsögðu að tala um heilbrigðisyfirvöld og stjórnendur almannavarna. Þeirra hlutverk ...

Lesa meira

FRÉTTATILKYNNING UM KVÓTANN HEIM

kóróna3.JPG

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send út:
Vegna kórónaveirunnar hefur verið ákveðið að afboða auglýstan hádegisfund í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ á sunnudag um kvótann heim. Mælst er til þess að fjölmennari fundir en eitt hundrað manns  falli niður og er með þessari ákvörðun orðið við þeirri beiðni þar sem allt stefndi í að fundurinn færi yfir þau mörk.  
Krafan um kvótann heim stendur hins vegar ...

Lesa meira

ÍSLAND ÞRÝSTI Á TYRKLAND


Birtist í Morgunblaðinu 12.03.20.
kúrdarafp.JPG
... Allt er þetta mikið áhyggjuefni. Ekki síður afstaða Íslands. Enn hefur NATÓ lýst stuðningi við ofbeldisaðgerðir Tyrkja. Getur það virkilega verið að ríkisstjórn Íslands þyki sæmandi að standa að slíkri yfirlýsingu og slíkum stuðningi? Ég leyfi mér að efast um að það sé í samræmi við íslenskan þjóðarvilja. Ég hef trú á að sá vilji gangi í þveröfuga átt og að Ísland ætti þvert á móti að þrýsta á Tyrki að virða mannréttindi og hefja friðarviðræður við Kúrda þegar í stað ...

Lesa meira

KVÓTANN HEIM: TÖLUM SAMAN TIL AÐ BREYTA

Vikurfrettir.JPG

Birtist í Víkurfréttum á Suðurnesjum 11.03.20.
...Reykjanesið hefur ekki farið varhluta af áhrfum framsalskerfisins. Sé miðað við verðmæti landaðs afla árin fyrir kvótakerfið og í dag þá hefur Reykjanesbær og Suðurnesjabær misst um 9 milljarða króna út úr hagkerfi sínu. Ef bæjarbúar vildu bæta sér þetta upp og kaupa kvótann til baka myndi það kosta þá um 75 milljarða króna. Það eru áhrif kvótakerfisins í upphæðum, en áhrifin eru auðvitað miklu víðtækari, af því að um ¾ af sjávarútveginum sem alla síðustu öld var meginstoð samfélaganna á Suðurnesjum, hefur verið fluttur burt.
Þetta kemur m.a. annars fram í máli Gunnars Smára Egilssonar, blaðamanns, sem ...

Lesa meira

MANNRÉTTINDASTEFNAN Í VERKI?

ríkisstjórnm.JPGríkisstjórnm.JPG

... Afsakið, en er það ekki “Creditinfo” og þess vegna líka “Group” sem hundeltir skuldugt fólk og hengir það upp svo forðast megi viðskipti við það? Er ríkisstjórnin, fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda, að veita þeim stuðning til að koma upp því sem kallað er “lánshæfisgreining” í Afríku? Við vitum að mannréttindastefna Íslands er mjög hnarreist á Filippseyjum og alls staðar þar sem óhætt er að þykjast vera “alvöru”. Innan NATÓ, þar sem menn gætu verið “alvöru”, þegir hins vegar Ísland. En er þetta ekki svoldið langt gengið, að  ...

Lesa meira

LEYFIST AÐ SPYRJA VG?

vg alþingi.PNG (1)

... Forsætisráðherra kynnti í morgun tillögu um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, verði sett til að fara með og taka ákvörðun um samningsgerð um afnot af vatnsréttindum og landi innan ríkisjarðarinnar Þingmúla í Fljótsdalshéraði. Fjármála- og efnahagsráðherra vék sæti í málinu vegna fjölskyldutengsla ...

Lesa meira

Á TÓNKEIKUM MEÐ JUDITH – MEÐ HJÁLP TÆKNINNAR

Judith.JPG

... Judith er prófessor í tónlist við Johns Hopkins háskólann í Baltimore en Vladimir er eftirsóttur einleikari á píanó bæði vestanhafs og austan. Á dagskrá tónleikanna í dag voru tónverk eftir Beethoven. Ekki ætla ég að halda því fram að áhrifin hafi verið þau sömu á þessum stofutónleikum okkar og því sem tónleikagestirnir í Baltimore fengu að njóta. En við nutum engu að siður hverrar mínúntu. Íslendingum eru þau af góðu kunn, Judith og Vladimir, því margoft hafa þau ...

Lesa meira

TEKIÐ UNDIR MEÐ ÁHUGAFÓLKI UM SPILAFÍKN


Birtist í Morgunblaðinu 07.03.20.
... Það var mitt mat að þannig mætti byrja að ná utan um þessa myrku starfsemi sem gerir viðtakendur spilagróðans að engu minni fíklum en spilarana sjálfa. Það sjáum við á viðbrögðunum þegar þeir óttast að kassarnir verði teknir af þeim eða aðgengi að þeim takmarkað. Brýnt væri að frelsa stofnanir og samtök, sem okkur öllum þykir vænt um, frá þeirri niðurlægingu og skömm sem þessu fygir ...

Lesa meira

Frá lesendum

NEI TAKK SA!

Hvar skyldi SA telja að mörkin liggi þegar kemur að því að skerða kjör fólks? SA hefur nú lagt til launa- og lífeyrisskerðingar og er þar með að reyna að fara með okkur út á mjög vafasamar brautir. Stjórnvöld vilja að hægt sé að skipa fólki hjá hinu opinbera að gera það sem forstjórarnir ákveða hverju sinni og nú vill atvinnurekendavaldið toppa það með því að láta fólkið í ofanálag sæta skerðingum á umsömdum réttindum.
Nei takk!
Sunna Sara

Lesa meira

VERUM Á VARÐBERGI

Ég er sammála þér Ögmundur að raunveruleg hætta er á því að forræðishyggja taki hér yfir. Kapítalisminn ræður nú yfir ríkisvaldinu, það er algerlega augljóst mál. Allt er nú leyfilegt ef aðeins megi það verða til að bjarga kapítalismanum. Frá forræðishyggju er ekki stórt skref yfir í fasisma. Verum á varðbergi
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

TRAUSTVEKJANDI MEININGARMUNUR

Gaman er að finna fyrir samstöðu Íslendinga í baráttunni við kórónaveiruna. Heilbrigðisyfirvöldum og almannavörnum er mætt á jákvæðan hátt og farið að þeirra ábendingum. Einhver meiningarmunur kemur öðru hvoru fram innan heilbrigðiskerfisns og er það traustvekjandi. Umræðulaus hlýðni er aldrei góð og meiningarmunur málefnalega fram settur er ekkert annað en jákvæður.
Haffi

Lesa meira

ÓÚTSKÝRÐ VAÐLAHEIÐI

Ég vil þakka Grími sem skrifar í dálkinn “frjálsir pennar” fyrir að hreyfa Vaðlaheiðarmáli. Ég hef saknað þess að fjölmiðlar færu í saumana á því máli. “Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021.” Þetta skrifar Grímur. Eru þessir 19 milljarðar ekki helmingi meira en lagt var upp með? Væri hægt að ...

Jóel A.

Lesa meira

HEIÐURSDOKTOR MERITUS, INGA SÆLAND?

Margir hæddust að Ingu Sæland, alþingiskonu, þegar hún vildi loka landinu og helst smala öllum aðkomumönnum til landsins í sóttkví, eins konar fangabúðir. Á Aþlingi ver hlegið að Ingu og hún var síðan fengin sérstaklega í Kastljós  svo þjóðin fengi líka að hlæja. Svo lokaði Trump Bandaríkjunum, síðan var Danmörku lokað og Noregi og svo Evrópusambandinu. Á Ítalíu fór fólk að deyja í hundraðavís á dag… Nú er ekki lengur hlegið að Ingu Sæland. Ef fer fram sem horfir ...
Sunna Sara

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: KRÍSUVIÐVÖRUN: VHG-19 2021

Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021. Furðufyritækið á við mikið rekstrartap að stríða, er ógjaldfært í óbærilegri skuldakreppu. Því ber að selja ótrygg Vaðlabréf í áhættuflokki á markaði 2021, svo gert verði upp við ríkið. Sú aðgerð er kjarni gildandi viðskiptaáætlunar ...

Lesa meira

Ámundi Loftsson skrifar: HVAR ER ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ?

... Snúast alþjóðastjórnmál kannski eingöngu um það hverjir fara með völdin í heiminum?  Snúast þau kannski bara um hernað með tilheyrandi eyðileggingu, dauða og hruni samfélaga. 
Þjóðir heimsins hafa komið upp um sig.  Alþjóðastjórnmál eru í raun ekki sá trausti þáttur í lýðræðisskipulagi þjóðanna sem flest okkar hafa bundið vonir okkar við ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“. Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar