Forsíða, síða: 3

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22/23.10.22....
En það eru augnablikin í hinu daglega lífi sem ég er að leita að og þar leita ég mörgum hæðum neðar þessari fullsælu. Svarið við spurningu minni fann ég í dagblaði fyrir nokkrum árum. Hver eru bestu augnablikin í þínu daglega lífi var spurt.
Og eitt svarið þótti mér óborganlegt. Það var á þessa leið ...
Lesa meira

Ég held það hafi verið á fimmtudagkvöld að Berta Finnbogadóttir hreyfði þeirri hugmynd að við færum að dæmi Breta og söfnuðumst saman við þinghús okkar í hádeginu í dag til að leggja áherslu á kröfu um að bresk stjórnvöld falli frá því að senda Julian Assange, stofnanda Wikileaks upplýsinga- og fréttaveitunnar, til Bandaríkjanna en þar yrðu bornar á hann sakir sem myndu kalla yfir hann 175 ára fangelsdóm ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 08/09.10.22.
Með réttlæti svarar utanríkisráðherra Íslands og segir heill mannkyns ráðast af því að sigrast á Rússum í Úkraínu. Svo mæltist ráðherra á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
En svo má ekki gleyma hinu að við fyrirfinnumst líka, og fer að ég hygg ört fjölgandi, sem þykir þetta vera varasöm nálgun. Í Úkraínu heyr NATÓ nú stríð við ...
Lesa meira


Efnt verður til samstöðu við Alþingishúsið í hádeginu laugrdaginn 8. október á milli klukkan tólf og eitt til þess að krefjast þess að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði þegar í stað látinn laus úr fangelsi í Bretlandi og að fallið verði frá því að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar yrðu honum birtar ákærur sem varða fangelsisvist til æviloka ...
Lesa meira

Í dag fór fram útför Ragnars Arnalds fyrrum alþingismanns og baráttumanns fyrir þjóðþrifamálum, fullveldi Íslands og herlausu landi. Margir minntust Ragnars í minningargreinum í Morgunblaðinu í dag og var ég í þeim hópi. Eftirfarandi eru mín minningarorð um Ragnar Arnalds ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.09.22.
Laugardagurinn sautjándi september síðastliðinn var sólríkur dagur í Reykjavík og veður stillt. Ég man að ég hugsaði þegar ég gekk inn í hátíðarsal Háskóla Íslands að það hlyti að teljast til dirfsku að boða til málþings á slíkum degi nú þegar haustrigningarnar væru gengnar í garð. Varla vildu menn láta loka sig lengi inni á meðan sólin skein í heiði og ekki hreyfði vind. En svo hófst Þorsteinsþing. Það var ...
Lesa meira

... Nú gerist það að Elísabet Englandsdrottning fellur frá hátt á tíræðisaldri. Fjölskyldan syrgir sem eðlilegt er svo og vinir og vandamenn. En þá hefst líka mikið sjónarspil sem nær langt út fyrir það sem prívat og hóflegt getur talist og á sér félagslegar víddir sem vert er að íhuga. Það er nefnilega svo að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.09.22.
Eftir tvö glæný eldgos á Reykjanesi og vangaveltur eldfjallafræðinga um að nú sé hafið langvinnt tímabil eldsumbrota þar, virðist hilla undir að starfsnefnd um flugvöll í Hvassahrauni á þessu sama Reykjanesi ljúki störfum.
Almennt er ekki ...
Lesa meira

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið reynir mikið til að rísa undir nafni, í það minnsta síðasta hluta langrar nafngiftar. Vandinn er sá að nýsköpunin er lágreistari en flestir hefðu vonast til ...
Lesa meira

... Þótt honum tækist ekki ætlunarverk sitt að þessu leyti var það honum að öllum líkindum að verulegu leyti að þakka að Sovétríkin leystust upp tiltölulega friðsamlega. Hann stóð í þeirri trú að samningar þeirra Shevardnadse og Kissingers um að samhliða því að Sovétríkin væru látin liðast í sundur og þar með Varsjárbandalgið úr sögunni yrði því svarað handan gamla járntjaldsins á svipuðum nótum nokkuð sem ekki gekk eftir af hálfu Vesturveldanna og NATÓ illu heilli. Þar var ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum