Forsíða, síða: 3

Ég sendi lesendum ogmundur.is hjartanlegar kveðjur á jólum. Myndina sem ég vel af þessu tilefni er af geisladiski þeirra Gerðar G. Bjarklind og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur.
Þennan disk spila ég gjarnan á aðventunni til hátíðabrigða enda vel staðið að lagavalinu!
Ragnheiður Ásta féll frá á árinu og er að henni mikil eftirsjá.
Gerður er hins vegar í fullu fjöri og þau okkar sem fylgdust með skemmtiþætti Baggalúts í Sjónvarpinu í vikunni sem leið sáu og heyrðu ...
Lesa meira

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sætir nú gagnrýni og segir á forsíðu Morgunblaðsins “að nú hitni undir ráðherra”. Forsætisráðherrann “leitar að bóluefni”, segir blaðið og vísar í símtöl sem Katrín Jakobsdóttir hafi átt við aðskiljanlega aðila, þar á meðal Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Inni í blaðinu sjáum við síðan lyfjainnflytjendur bera sig illa og ...
Lesa meira
... Þó vil ég segja að KK og Ellen eru í mínum huga eins og englar þegar þau birtast með sinn fallega söng og útgeislun. Sigríður Thorlacius er líka frábær, Megas orðsins maður par excellens, aðdáandi Pálma hef ég alltaf verið og verð. Svo er það Baggalútur. Þeir eru í mínum huga sér á parti, stórskemmtilegir og húmorinn witty eins og enskumælandi menn myndu segja, það er í honum vit. Svo er þeirra húmor líka góðviljaður. Baggalútur hittir í mark án þess að meiða nokkurn. Húrra fyrir Baggalúti! Svo þyrfti náttúrlega sér kafla um Benedikt Erlingsson ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.12.20.
Ég er ekki hlutlaus þegar Hótel Saga er annars vegar. Ég reri nefnilega á heimasmíðuðum prömmum í grunni þessarar miklu byggingar þegar hún var í smíðum, sótti síðan böllin í Súlnasalnum, hátíðahöld og ráðstefnur í ótal salarkynnum gömlu Sögu og síðan viðbyggingum þegar þær komu til. Grillið var toppurinn! Og svo voru þetta höfuðstöðvar ...
Lesa meira

... Á Alþingi hafa menn deilt um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um heimildir til innflutnings á erlendri landbúnaðarvöru. Talsmenn innflutningsverslunarinnar hafa staðhæft að þar sé stigið óheillaskref til takmörkunar; afturhaldsúrræði sem komi neytendum illa. Þetta er illskiljanlegt í ljósi þess hve breytingarnar eru smávægilegar.
Frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er þvert á móti ætlað að festa okkur í fyrirkomulagi sem er með öllu óviðunandi fyrir landbúnaðinn. Í stað smávægilegra breytinga ...
Lesa meira

Ég tek ofan fyrir SÁÁ sem sagt hafa sig frá Íslandsspilum sem reka spilavíti fyrir hönd Rauða kross Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og til þessa SÁÁ. Formaður SÁÁ, Einar Hermannsson, kom fram í fréttatímum í dag og sagði það endanlega staðfest, sem áður hafði heyrst úr hans munni, að SÁÁ myndi hætta aðild að Íslandsspilum. Þetta þýddi tugmilljóna tekjutap en á móti kæmi traust og virðing. Hún kemur alla vega frá mér.
Rauði krossinn og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fá fyrir bragðið aukinn hlut í spilagróðanum eftir því sem mér skilst. Ekki verður það til að auka traust og virðingu á þeim ...
Lesa meira

... Þannig var Sveinn, áhuginn, eldmóðurinn, baráttugleðin og bjartsýnin hreif menn með sér. Mig alla vega. Ég hafði unun af því að fylgja Sveini á fluginu. Alveg sama hve þungbúið var í þjóðfélaginu, sem Sveini óneitanlega þótti oft vera, þá kom hann alltaf auga á glufur í óveðurskýjunum þar sem sjá mátti til sólar. Og þar vildi Sveinn stilla liði sínu upp til sóknar ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.12.20.
Ekki svo að skilja að Erlendur Haraldsson hafi verið einn á báti að kynna málstað Kúrda fyrir minni kynslóð þegar hún var að komast til vits og ára, en hann var það sem kalla má primus motor.
Ég hef oft hugsað út í það hverju það sætti að þau okkar, sem fædd erum um miðja öldina sem leið, vissum eins mikið og raun bar vitni um tilvist Kúrda suður í álfum, sum að sjálfsögðu betur að sér en önnur, en allflest höfðum við þó haft einhverja nasasjón af þessari fjallaþjóð.
Og þarna kemur að Erlendi Haraldssyni sem ...
Lesa meira

Í dag var kvaddur Salmann Tamini, forstöðumaður Félags Múslima á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson kvaddi hann með fallegum orðum sem ég vil öll gera að mínum svo og orð Þorleifs Gunnlaugssonar, annars vinar Salmanns. Mína vináttu átti Salmann Tamini og mat ég hann mjög fyrir umburðarlyndi hans og velvilja en einnig baráttukrafts í þágu mannréttinda í Palestínu, á Íslandi og í heiminum öllum. Í hans huga áttu mannréttindi engin landamæri og trúarbrögð voru í hans huga ekki til að sundra fólki heldur semeina.
Hér eru brot úr minningaroðum þeirra Sveins Rúnars og Þorleifs ...
Lesa meira

Sömu aðilar, á meðal alþingismanna og lögmanna, sem vörðu för forseta Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands fyrr á árinu að taka við heiðursnafnbótum frá helstu mannréttindaböðlum álfunnar, fagna nú þeirri niðurstöðu þessa sama dómstóls um að brotin hafi verið mannréttindi á einstaklingi sem ók próflaus undir áhrifum eiturlyfja og var dæmdur sekur á öllum dómstigum, vegna þess að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið skipaður í embætti með ólögmætum hætti.
Auðvitað var mergurinn málsins sá hjá dómstólnum í Strassborg að reyna að sýna fram á að skipað hefði verið í Landsrétt með ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum