Forsíða

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.02.21.
Að mörgu leyti fer heiminum fram. Við fáum lækningu meina sem áður voru ólæknandi, komumst á milli staða, nánast óháð vegalengdum, tálmunum og torfærum, höfum aðgang að upplýsingaveitum sem á sekúndubroti opna þekkingarhirslur alls heimsins upp á gátt; við fáum heilu bækurnar lesnar í eyra okkar án þess að þurfa að hafa hið minnsta fyrir því og það sem meira er, ef við viljum nýta tíma okkar til hins ítrasta, þá er hægt að auka hraðann á lestrinum þannig að við náum að fá lesnar tvær bækur í eyrað á sama tíma og ...
Lesa meira

Í dag fékk ég birta á Vísi.is grein um spilavíti sem starfa hér á landi í skjóli stjórnvalda. Ég vísa til baráttu Samtaka áhugafólks um spilafíkn og hvernig stjórnvöld fara undan í flæmingi og reyna að firra sig ábyrgð. Öll segja þau nánast einum rómi: Ekki ég!
Greinin er hér ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.02.21.
... Og varla að undra. Alma Hafsteins, formaður samtakanna, hefur kynnt þjóðinni útreikninga sem sýna að á hverjum klukkutíma tapa spilafíklar 434.063 krónum í spilakössum, það er að frádregnum vinningum. Og þegar þetta er margfaldað með klukkustundunum í heilu ári nemur þessi upphæð 3.721.000.000 krónum, þremur milljörðum, sjö hundruð tuttugu og einni milljón króna. Það eru ...
Lesa meira

Í dag var borinn til grafar góður vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Jens Andrésson. Ég minntist hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og einnig nokkrum orðum við útför hans en þar töluðu auk mín tveir aðrir leikmenn, náinn vinur Jens, Guðmundur Krisjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, fyrrum samstarfsmaður Jens á Grænhöfðaeyjum og náinn vinur svo og samstarfmaður hans í járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði þar sem Jens starfaði hin síðari á, Tjörvi Berndsen. Mæltist þeim báðum mjög vel ...
Lesa meira

Í sakleysi mínu leyfði ég mér í gær að dreifa ákalli Tomma, góðvini þjóðarinnr, um að loka spilakössum til frambúðar. Í ákalli sínu segir Tommi að hann sé einn af 86% þjóðarinnar sem Gallup sagði síðastliðið vor að væri þessarar skoðunar eftir ítarlega könnun meðal landsmanna. Facebook slökkti á þessari deilingu minni því hún samræmdist ekki ...
Lesa meira

... Á Bjarna fjármálaráðherra er að skilja að svo rækilega hafi kvótanum verið stolið til frambúðar að tilgangslaust sé að setja ákvæði í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum. Hvað þýðir eiginlega þjóðareign, spurði hann á Alþingi í vikunni sem leið.
Já, hvað skyldi það nú þýða Bjarni og ...
Lesa meira

... Haukur hafði skýra samfélagssýn, hafði trú á ágæti hennar og bjó auk þess yfir prýðilegu sjálfstrausti. Þess vegna var auðvelt að skiptast á skoðunum við hann og þá einnig að vera honum ósammála ef því var að skipta. Hann gat tekið öllu, fullviss um ágæti eigin skoðana og eigin sýnar á lífið.
En það var ekki bara ...
Lesa meira


Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.01.21.
... Samkoma auðhringa heimsins og handlangara þeirra í Davos í Sviss kallar sig World Economic Forum og þykist sú samkoma nú vera rödd heimsins í umhverfis- og samfélagsmálum. Hrokinn verður skiljanlegur þegar haft er í huga að World Economic Forum hefur gert samkomulag við Sameinuðu þjóðirnar um að leiða heiminn inn á farsælar brautir undir slagorðinu „Strategic partnership“ og sjálft skilgreinir World Economic Forum sig sem ...
Lesa meira

Það tók mig nokkurn tíma að lesa nýjustu áskriftarbók Angústúru útgáfunnar: Uppljómun í eðalplómutrénu.
Kannski varla að undra því lengi vel reikaði ég um skilningsvana í mörg þúsund ára sögu Írans, þar sem ég var kynntur fyrir sendiboðum Zaraþústra, sem uppi var fyrir þrjú þúsund árum rúmum, skógarpúkum og svo fólki menningarandans, lifandi og liðnu, að ógleymdum Khomeny erkiklerki og handlöngurum hans, sem hrintu keisarastjórninni írönsku frá völdum 1979. Þarna var í reynd upphafsreitur sögunnar ...
Lesa meira

... Getur verið að Íslendingar leggi svo mikið upp úr því að sýna fullkomna undirgefni gagnvart NATÓ að þeir þori ekki að mótmæla kjarnorkuvopnum, afdráttarlaust, óháð því hver í hlut á, helsprengjunni, sem vel að merkja hefur aðeins verið beitt af einu ríki, forysturíkinu í NATÓ, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Ef Ísland stæði afdráttarlaust með yfirýstri eigin stefnu legðu íslensk stjórnvöld þegar í stað fyrir Alþingi tillögu um að ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum